laugardagur, janúar 27, 2007

Bjallan glymur...

Úfff ég er komin með í magann...var búin að skrifa svaka rommsu á annari tölvu og það var ekki að virka! Ég er að vona að það hafi verið tölvan sem var að klikka en ekki blogger.com. Því ef svo er þá er ég í djúpum!

Nú er ég komin í aðra tölvu og ætla að prófa að birta og gá hvað gerist. Skrifa meir á eftir ef þetta virkar

Ég er fjúkandi stjörnu brjáluð! Þetta erþriðja tölvan semég er að reyna að blogga úr og það er sko eins gott að þetta heppnist núna. Verður frekar glatað að tapa á síðustu metrunum. Það erekki mér líkt. Ég er búin að skrifa margarfærslur og líka í word enalltaf hrynur þetta helvíti. Nú er að kanna hvort þetta virki.

Ég ætlaði rétt að kíkja í tölvuna og skrifa stutta færslu ennú er ég búin að sitja innií herbergi í nokkra klukkutíma og reyna að átta mig á hvað sé að gerast. Ég er dóni og ætti að vera frammi í stofu að taka þáttí steina umræðu og orku umræðu einhverri!

Gáum hvort þetta fari núna ef ekki þá verð ég bara að játa mig sigraða en ég mun reyna fram til klukkan 00 að birta þetta.

Nenni ekki meir og nenni ekki að skrifaí hundraðastaskipti um sama hlutinn.
Bæ.

föstudagur, janúar 26, 2007

Ég er að missa vitið

Jahérna hér. Ef fólk heldur mig ekki klikk núna þá veit ég ekki hvað! Við erum á leið Norður og ég á miðri leið hugsaði "shit ég á eftir að blogga og ég má ekki tapa". Það var snúið við á punktinum og nú er ég á flugvellinum að ropa þessum 150 orðum hér inn.
***
Við erum búin að kaupa bíl :) Je baby...jeppinn er kominn í hlað og verður reynslu ekið Norður :) Þetta er svaka trukkur og dugar ekkert minna, því þegar við förum eitthvað þá er búslóðin nánast tekin með!
***
Uppskriftirnar koma eftir helgi því í þessari áskorun má ekki gera copy/paste og ekki nenni ég að vera með þvílíkt langt blogg. En þessu helv.... lýkur á sunnudag og þá fer ég að skrifa sjaldnar, verð skemmtilegri og kem með uppskriftir og annað skemmtilegt fyrir ykkur dúllurnar mínar.
***
Jæja strákarnir mínir bíða í ofvæni eftir að komast úr bænum.
Ohhh og ég bara komin með tæp 100 orð...
***
Hvað get ég sagt ykkur meira skemmtilegt? Það er kominn föstudagur. Alltaf gott að komast í helgarfrí. Svo fer að styttast í vetrarfrí. En ég ætla nú ekkert að byrja að telja fyrr en eftir helgi ;)141
***
Jæja...verð að drífa mig út í nýja bíl og halda á vit ævintýranna fyrir norðan. Eins gott að halda sig fjarri bænum þegar maður er búin að eyða öllum sínum krónum í bíl sérstaklega núna þegar útsölurnar eru á fullu.
Bæbæ
HH

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Hún er alltof feit, já alltof feit alltof feit...

Var í morgun að fletta blöðunum sem koma hér innum lúguna. Ekkert merkilegt í þeim svo sem. En rakst á eina grein, einhver kelling að kvarta og kveina hvað hún ætti bágt og greyið hún og blablabla...jájá það er helling af fólki sem hefur það skítt en það sem er svo skrítið, afhverju eru allar þessar kellingar feitar og í Cheerios bol, með feitt hár? Þær greinilega hafa nóg að éta og þá sýnist mér helst skyndibita mat (af fitunni að dæma) Það er hægt að fá fullt af fínum fötum í rauða kross búðinni. Held þeir séu ekki með Cheerios boli og það er nú hægt að hafa hárið snyrtilegt þó þú notið ekki REDKEN sjampó daglega. Æjjj já ég fór bara að velta þessu fyrir mér, hvort fólk vorkenni frekar "sjabbí" fólki.
***
Talandi um "sjabbí" hár, þá er sko tími komin á mig að kíkja til hennar Guðlaugar í klippingu og yfirhalningu. Næsta vika verður tileinkuð fegurð og þá aðallega minni fegurð. Ljóta BLESSBLESS.
***
Erum að fara á morgun fjölskyldan norður á hjara veraldrar. S.s. Ólafsfjarðar. Förum líklega á nýja bílnum ef við kaupum svoleiðis á morgun ef ekki þá förum við ekki. Nýji bíllinn er jeppi mæómæ, sjáið mig í anda reyna að leggja á Laugarveginum?? Ég er nú reyndar rosa flink að leggja í alvöru sko, en jeppa??? ég veit ekki með það!
***
Leikurinn áðan, úfff. Tölum ekki meira um hann. Ömurleg dómgæsla! Ég gargaði hér í sófanum. Ásgeir sofnaði og Ólafur flúði inní herbergi.
***
Meira á morgun.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þú ert minn sælgætisgrís.

Úfff var að horfa á svakalegan þátt með Nigellu. Sem er víst einhver svaka listakokkur. Þátturinn var tileinkaður súkkulaði mmmmm þarf ég að segja meira. Er búin að grafa upp uppskriftirnar og á sko pottþétt eftir að gera eitthvað sniðugt við þetta. Úff þetta var svoooo girnilegt.
***
Yfir í annað ekki eins girnilegt og það var kvöldmaturinn minn. Píta. Hef ekki étið pítu í háa herrans tíð. og hvað þá pítu með buffi...held ég hafi bara aldrei borðað svoleiðis. Gott? Nei get ekki sagt það. En auðvitað verður Ásgeir stundum að fá að ráða ;)
***
Annar stórglæsilegur sigur hjá íslenska landsliðinu. Já þeir eru að standa sig strákarnir og mun ég halda áfram að styðja mína menn...ÁFRAM ÍSLAND *KLAPPKLAPPKLAPPKLAPPKLAPP*
***
Lífið gengur sinn vanagang hér í Kópavoginum, sofa,þvo, taka til, strauja borða, vinna, elda, þetta er svona það helsta sem á daga manns drífur og ekkert endilega í þessari röð.
***
Eftir þennan súkkulaði þátt áðan var ég búin að slefa allann sófann út og varð hreinlega að hlaupa út í sjoppu og svala sælgætisþörf minni. Búin að drekka góða appelsín í flösku og borða dún mjúkt Lindubuff *ROOOOOBBBBB* Svo kemur alltaf sama samviskubitið eftir þetta "ohhh afhverju var ég að éta þetta, afhverju fór ég ekki út að labba frekar"!!!
***
Jæja ætla að halda áfram að þvo og grafa eftir einhverju sætu í skápunum hjá mér.
Halldóra dottin í´ða!

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Life ain´t easy.

Já ég hef lengi verið að hugsa, þar sem þorri lesenda minna þykist vera í heilsuátaki að henda inn nokkrum djúsí hollum uppskriftum hingað inn. Hvernig hljómar það? Ég er ekki að fara að gera það núna þar sem ég er í vinunni og er ekki með uppskriftirnar í hausnum! Ég er reyndar huhummm sko alveg hætt að nenna að vera eitthvað dugleg. Vil helst gott kjöt með bernesesósu, en þá bara á veitingastöðum því ég kann ekki að elda gott kjöt!
***
Talandi um eitthvað gott...er að fara í sumó í kvöld og verður örugglega eitthvað gúmmilaði á boðstólnum ef ég þekki gellurnar rétt. Mmmmmm...
***
Þetta er loka vikan í áskoruninni. Mikið hlakka ég til þegar þetta er búið. Gæti gubbað stundum þegar ég hugsa til þess að fara að blogga. Þetta er í lagi svona 2-3 í viku en daglega það er full mikið af hinu góða.
***
Hitinn í borginni er kominn uppí 3 gráður í plús, það er gott, ég vil að það fari að vora. Æjjj en það er víst bara janúar enn og páskahretið eftir og öll hin hretin!
***
Ekkert að frétta af bílamálum. Held að þessir menn nenni ekki að selja, bílinn kemur á morgun, bílinn kemur á morgun, þetta er maður búin að heyra í viku! Ég veit ekki hvað er á morgun hjá þeim. kannksi er það sem ég kalla mánuður, ég veit ekki.
***
Er að spá í að fara að koma mér heim. húsið er í rúst og svei mér þá ef það er ekki farið að lykta eitthvað furðulega...ekki er það þó af mér þar sem ég fór í mína mánaðarlegu sturtu í morgun! Æjjj kannksi ég fari frekar í "mollið" og reyni að eyða peningum eða eitthvað, ég á svo mikið af þeim að ég veit hreinlega ekki hvað ég get gert!
***
CIAO
HH

mánudagur, janúar 22, 2007

lalalalalasgna!!

Ég var farin að örvænta að engin myndi nú kommenta hjá mér og sagðist ekki ætla að blogga fyrr en það væri komið komment. Auðvitað get ég treyst ykkur dúllurnar mínar. :)
***
Ég er alltaf langt á eftir með allt. Lengi að meðtaka tískuna, lengi að fíla einhverja karaktera eins og Silvía Nótt var (ef ég fíla þá yfir höfuð) og já ég er langt á eftir með Kompás umræðuna. Er að horfa á hann núna á netinu og mikið djöfull eru þessir barnaperrar viðbjóðslegaógeðslega sikk lið. Maðurinn er búinn að vera að brjóta gegn börnum í 20 ár hann fær reynslulausn og fer í sama farið. Sumum mönnum er ekki viðbjargandi og greinilega að endurhæfing hafi ekkert að segja. Þetta lið á bara að vera lokað inni alla tíð. ojojoj.
***
Yfir í allt annað. Úfff var að horfa á handboltan. Mikið var ég stolt af strákunum OKKAR! Rústuðu Frökkum og komust áfram. Þó ég sé ekkert svaka sportisti trillist ég ef ég horfi á spennandi leiki í handboltanum. Sit á taugum í sófanum og kalla og skammast, öskra og hrópa! Já það þarf lítið til að láta mig truflast ;)
***
Eldaði Lasagna í matinn...namminamm það var gott. Þakka Kalla fyrir góða uppskrift af ostadjúsí sósu.
***
Góða nótt.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Eitt hjól undir bílnum

Já samkvæmt áræðanlegum heimildum á að sjást til sólar í Bolungarvík þennan dag eftir dimma daga! Í tilefni dagsins var mér boðið í sólarpönnukökur til múttu. Namminamminamm. Runnu þær ljúft niður ásamt kaffi.
***
Á morgun er mánudagur. Þá kemur í ljós hvort við fáum nýjan bíl :) Vííííí okkar drusla er að hruni komin og ber okkur ekki lengur. Við höfum auga á einum kagga og tjái ég mig betur um það á morgun ef af verður.
***
Fékk óvænt símtal í kvöld. Casu gengið mætt á hina línuna. Úfff það fékk hjartað til að slá að tala ítölskuna svona óundirbúin! En auðvitað var það allt í gúddí. Ég þakkaði fyrir pakkann sem fékk og laug því að þetta hefði verið svo gómsætt og frábærislega gott! Osturinn endaði hjá mömmu og hennar vinkonum. Pastað var myglað en ég sagðist hafa eldað það eftir kúnstarinnar reglum. Salami pylsan var svo ógeðsleg þegar hún var komin að hún fór beint í ruslið! Vínið já vínið er frábært og auðvitað ekkert skemmt ;) Svo var það jólakakan...hún endaði á flugvellinum, þar er allt étið! En þrátt fyrir allt þetta var frábært að fá pakka frá þeim og allt það :)
***
Seisei lömbin mín, þá er komið nóg í dag.