mánudagur, mars 05, 2007

svimisvimi svitabað!!

Eru þið að trúa því að það eru bara 14 dagar í Dolly. Jahh eða sko 14 dagar þar til við förum út. Úffff ég er farin að svitna þegar ég hugsa um það og farin að dreyma leiðindar flugdrauma. Ég "missti" af flughræðslunámskeiðinu...hummm eða kannski þorði ég ekki að fara!! Ekki nóg með það að ég sé að fara þarna út heldur er ég líka að fara til Sardeníu í maí!! Það er nú aðeins lengra flug með lágfargjaldfélagi....*úffff illt í maga* En þá er ég reyndar að taka barnið með. Já ég kvíði að skilja hann eftir heima núna...sérstakelga þar sem við hjónin erum að fara bæði!!! Klikkuð já ég veit!
***
Helgin var róleg...strákarnir mínir eitthvað slappir þannig að ég var bara með þá heima í rólegheitum eða reyndar á flakkinu...sníktum kaffi hér og þar og svo bara verið að taka til! ekki veitti af því!
***
Ég hef roslega gaman af því að telja og var að telja hvað ég ætti eftir að kenna marga daga þar til ég fer til Sardegnu og haldið ykkur nú fast....aðeins 37 kennsludagar. Ég er náttúrulega að taka 5 daga frí til að fara á Dolly svo aftur til að fara til Sardegnu...Shit það á örugglega einhver eftir að reka mig!
***
Jæja ég er bara farin að bulla.bæbæ.

3 Comments:

At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis"heimsborgarbragur" á minni. Bara endalaust flakk á þér. Ég hlakka til þegar ég get farið að gera þetta. Ég get bara þóst vera í sólarlandarferð, farið að túristast eitthvað hérna um með mömmu þegar hún kemur í enda mánaðarins.
37 dagar í kennslu...þetta á eftir að fljúga áfram kelli mín.
Knús, Kristrún

 
At 6:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Váá spennandi tímar framundan hjá þér :) Mig langar líka til útlanda!

Kv kristín.

 
At 11:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

uuuuuuuuuuuu .... hvar er Dolly eiginlega? Er það kannski Texas? Howdy partner og Dolly á fóninn?
Anna Brynja

 

Skrifa ummæli

<< Home