miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þú ert minn sælgætisgrís.

Úfff var að horfa á svakalegan þátt með Nigellu. Sem er víst einhver svaka listakokkur. Þátturinn var tileinkaður súkkulaði mmmmm þarf ég að segja meira. Er búin að grafa upp uppskriftirnar og á sko pottþétt eftir að gera eitthvað sniðugt við þetta. Úff þetta var svoooo girnilegt.
***
Yfir í annað ekki eins girnilegt og það var kvöldmaturinn minn. Píta. Hef ekki étið pítu í háa herrans tíð. og hvað þá pítu með buffi...held ég hafi bara aldrei borðað svoleiðis. Gott? Nei get ekki sagt það. En auðvitað verður Ásgeir stundum að fá að ráða ;)
***
Annar stórglæsilegur sigur hjá íslenska landsliðinu. Já þeir eru að standa sig strákarnir og mun ég halda áfram að styðja mína menn...ÁFRAM ÍSLAND *KLAPPKLAPPKLAPPKLAPPKLAPP*
***
Lífið gengur sinn vanagang hér í Kópavoginum, sofa,þvo, taka til, strauja borða, vinna, elda, þetta er svona það helsta sem á daga manns drífur og ekkert endilega í þessari röð.
***
Eftir þennan súkkulaði þátt áðan var ég búin að slefa allann sófann út og varð hreinlega að hlaupa út í sjoppu og svala sælgætisþörf minni. Búin að drekka góða appelsín í flösku og borða dún mjúkt Lindubuff *ROOOOOBBBBB* Svo kemur alltaf sama samviskubitið eftir þetta "ohhh afhverju var ég að éta þetta, afhverju fór ég ekki út að labba frekar"!!!
***
Jæja ætla að halda áfram að þvo og grafa eftir einhverju sætu í skápunum hjá mér.
Halldóra dottin í´ða!

2 Comments:

At 11:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaaa labbaðir þú ekki út eftir lindubuffinu...er það ekki bara ágætis göngutúr ;)

Hvað segirðu svo Halldóra mín...mætiru á laugardaginn eða þarf ég að fara að grenja??

Kv Kristín.

 
At 2:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mmmmm... bannað að glenna svona Lindubuff og Appelsíni framaní fólk í útlöndum.

Ég er búin að vera svakalega dugleg í mataræðinu undanfarna daga en svo bara datt ég í CaptinCrunch morgunkorn eftir kvölmatinn. Verð að hlaupa það af mér í fyrramálið.

Bíð spennt eftir hollustu uppskriftum frá þér.

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home