mánudagur, janúar 15, 2007

Moving on!

Ætla einu sinni að reyna að vera búin að blogga fyrir kvöldið svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að sofna klukkan átta og rembast þá við að koma mér framúr til að blogga. Það er ekki gaman. Því ég á það til að verða smá "grömpí" ef ég sofna og vakna svo aftur.
***
Mánudagurinn búinn, allavega vinnulega séð, ágætur mánudagur, var með fínan hóp áðan sem fengu mig til að hlægja og allt hvað eina...eru svo fyndin þegar þau eru að rökræða sín á milli um öll möguleg málefni. Tveir voru í hörku jahhh nánast rifrildi allan tímann um hvað væri nú list!! Já þau eru ágæt þessi skinn.
***
Það eru fjórar vikur og fjórir dagar í vetrarfrí. Já ég veit að ég er bara búin að vera í vinnu í tæpa tvær vikur á þessu ári en það er sama, alltaf gott að hafa eitthvað að telja niður í. Hugsið ykkur er með skóladagatalið fyrir framan mig, þá eru hérna þessar rúmar fjórar vikur í vetrarfríið, svo kemur Dolly þrem vikum eftir það og svo viku eftir Dolly þá er páskafríið, og þegar það er búið þá bara styttist í sumarfrí...jiii það er að koma sumar. (ég er sko ekki með glugga á "skrifstofunni" minni og sé því ekki snjóinn úti)
***
Er að spá í að fara út að labba með sleðann og Ólaf þegar ég kem heim. Hummmm labba kannksi uppí fiskbúð og hafa góðan og hollan fisk í kvöldmat. Ohhhh ég er svo hrykalega lásí að elda eitthvað þéssa dagana, en ég meina við erum alltaf bara tvö heima og það er ekkert gaman að elda bara fyrir mig og Ólaf, þó það sé ekkert spes að elda eitthvað "fannsí" fyrir Kallinn því hann er ekkert nema vanþækklætið (er að reyna allt til að fá hann til að kommenta).
***
Þannig að ef það er einhver þarna úti sem er til í að bjóða skapstyggri stúlku og hennar gaur í mat, þá erum við game ;)
***
Jiii það eru tveir sem ætla að kjósa samfylkinguna í vor!! Vissi um einn en að það væru virkilega tveir?? Nú er ég hlessa!
Tjátjá

2 Comments:

At 8:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Netverjinn er sáttur við að fleiri lesendur þessa góða vefleiðara skuli hafa réttar pólítískar hneigðir.

 
At 10:53 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Híhí skil þig vel með að þurfa alltaf að hafa einhvað til að telja niður í....ég er verri því ég er liggur við farin að telja niður í Spánarferð í júní!! Svo þú ert alls ekki svo slæm ;)

Kv Frá Ísó...ein sem vill ekki koma heim hehe!

 

Skrifa ummæli

<< Home