Jahérna hér
Það er mánudagur sannarlega til mæðu.
***
Ég er heima, enn veik og enn ælandi. Spennandi ekki satt? Var með 40 stiga hita í gær og beinverki. Skil þetta ekki. Ég sem er að taka vítamín og alles og verð sjaldan veik og nánast aldrei svona veik. Jæja vonum að ég verði þá bara ekki veik næstu 10 árin eða svo.
***
Ég drekk grænan poweraid og gulan frostpinna. Annað fer ekki ofan í mig að þessu sinni.
***
Það eru enn 20 dagar eftir af þessari áskorun. Held ég sé nokkuð ákveðiðn að hætta að blogga þegar því líkur. Kemur ekki öllum við hvað ég er að bardúsa daginn út og daginn inn og ekki finnst mér yfirborðskennd blogg skemmtileg sem fjalla um aðra en sjálfan bloggarann. Ég ætla bara í staðin að vera duglegri að fara í heimsóknir og fá aðra til mín. Hringja í góða vini mína og skrifa þeim persónuleg bréf. Maður segir nefninlega ekki öllum allt og sama hlutinn :)
***
Jæja klukkan er hádegi, komin tími til að fá sér annan frostpinna og vona að hann haldist lengur en 5 mín í maganum. Held ég sé að þorna upp og skrælna líður þannig.
***
Lasarus kveður.
4 Comments:
Hvaða bull og vitleysa, þú hættir ekki neitt! Spurning bara um að taka upp fyrri hætti og blogga sjaldnar :) Þér er líka guðvelkomið að gefast upp á þessari áskorun...
...ég vona líka að þér batni hið allra fyrsta.
Kalli...ég gefst aldrei upp...ALDREI.
Hey yo....ferð sko ekkert að hætta að blogga...hvaða endemis vitleysa er þetta...ert greinilega með óráði samhliða gubbunni.
En ertu búin að prófa BLÁAN Poweraid? Hann er sá allra vinsælasti af Poweraid línunni...láttu mig þekkja það, seldi um 1000 flöskur af bláum poweraid á jólamóti HK á Breiðabliks á dögunum.... ekkert smá sem þetta lið getur drukkið af þessu, gulur og grár seldust líka þokkalega en komust ekki í hálfkvisti við þann bláa.
Láttu þér nú batna greyið mitt.
Lov U
Úff þú átt alla mína samúð..þetta er ógeðslegasta pestsem hægt er að fá :(
En ertu nokkuð orðin preg??? :)
Það er bannað ...það er djammsaumó 27.jan manstu ;)
Knús frá 'Isó
Kristín.
Skrifa ummæli
<< Home