Gott er að borða gulrótina....
Föstudagur 5.janúar. Það virðist vera endalaust margir dagar enn eftir af þessari bloggáskorun. Ég er ekkert að gefast upp ég bara er að drepa ykkur úr leiðindum með bulli.
***
Vil auðvitað minna ykkur á nýja könnun, aðeins tveir búnir að svara og könnunin hefur staðið í jahh tvo daga. Veit að spurningarnar eru ekkert spes en alltaf gaman að rannsaka svona.
***
Las Moggann í morgun áður en ég fór í vinnuna. Sveimérþábara ef hann kom mér ekki í gott skap! Helling af fréttum sem ég hreinlega flissaði yfir. Svei mér þá ef það hafa bara ekki verið 3 fréttir á forsíðunni og hef ég aldrei verið jafn lengi að lesa hana. Ein var um kött sem fékk kreditkort. Djööö ég hefði átt að gefa Ásgeiri kisu í jólagjöf þá hefðum við getað reynt að að fá kort fyrir köttinn og eytt í hans nafni! Hin fréttin var um að mjólkurpósturinn væri sko ekki deyjandi stétt og fá núna 1,6 milljónir manna í bretlandi mjólkina heim að tröppum. Alltaf dáldið kósý að husa sér þetta en veit nú ekki hér hvernig svona myndi virka hér á landi.
Önnur frétt í Mogganum íslensk frétt. Björgunarsveitir leituðu um allt í alla nótt að manni sem fór út að viðra hundana sína og skilaði sér ekki heim! Huhummm greyið maðurinn fannst svo í heimahúsi og amaði ekkert að honum. Ekki gaman að komast að því svona að verið væri að halda fram hjá sér. Konan heima með brjálaðar áhyggjur og kall greyið bara að hafa það "kósý".
***
Nóg úr Mogganum...Í gær var ég ein heima með soninn og eldaði því dýrindismálít fyrir okkur. Pakistanskan grænmetispottrétt og bar fram með því hýðishrísgrjón, salat og gott brauð. Namminamm hvað þetta var gott og hvað ég var stolt af mér að gera svona góðan grænmetisrétt. Kemur svo ekki kalluglan heim, fyrr en áætlað var, fussar og sveiar yfir þessu, fær sér á diskinn, grettir sig og skilur þetta eftir!! Jahérna hér ég sem var búin að troða mig út af þessu losæti en neinei sumt sýnist hverjum.
***
Jæja nóg í dag, ætla að henda í eina vél áður en ég sæki soninn á leikskólann og fer út í góðan göngutúr með hann. Já það var eitt af mínum heitum að hreyfa mig meira á árinu og vera dugleg að labba um hverfið og svona.
***
GrænmetisfífliðHalldórasegirbless.
5 Comments:
Uss Halldóra... kom einhversstaðar fram að kallinn væri að halda framhjá ?? Uss suss suss ;)
Er komin í sveitasæluna og byrjaði AUÐVITAÐ á að fara í bakaríið, næsta stopp var svo ríkið hehe ;)
Ísóknús,
Kristín.
Gafstu honum ekki bara einn á hann fyrir að kvarta undan matnum? :-)
Það bara kjaftar á þér hver tuskan núna ;)
Gaman að fá svona fréttir úr mogganum, ég er allt of löt að fylgjast með þó þþað sé svakalega auðvelt svona í gegnum netið.
En þetta með grænmetis eldamenskuna, þá lenti ég í svipuðu síðasta fimmtudag. Ég eldaði dýrindis grænmetissúpu frá grunni og stelpurnar hans James komu í mat og fitjuðu bara upp á nefið. Svo í gær þegar þær komu í mat þá panntaði ég bara pizzu og hún var étin upp til agna. Sumir kunna bara ekki gott að (m)"eta".
Knús, Kristrún
Myndi Ásgeir vera í vandræðum ef ég myndi segja að ég hafi hitt hann á Burger King í gærkveldi? :D
Já Kristrún mín það er sko satt að sumir kunna ekki gott að (m)eta híhíhí fannst þetta frábært :)
Jú Lilja kallinn fékk sko einn á´ann og svo annan eftir Burger King.
Skrifa ummæli
<< Home