fimmtudagur, desember 28, 2006

I´m crazy

Jæja þá er ekkert að vanbúnaði. Hefst þá mánaðar bloggáskorun.
***
Auðvitða vil ég byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla þrátt fyrir að þau séu nú búin og vona ég innilega að allir hafi haft það gott og fengið eitthvað fallegt. Ég fékk fullt af flottu dóti og ánægð með allt saman held ég bara, já svei mér þá.
***
Til að svara þér elsku Kristrún mín, þá hef ég hreinlega ekki hugmynd um hver það er sem er svona illa uppalinn að brjótast inná annara manna síður. Þekki sem betur fer bara siðprúða einstaklinga. Hef aldrei hitt (svo ég viti) þennan gaur og hvað þá í partýið hjá kidda dúll!!! Og mikið hlýtur hann að hrífast af óléttum konum hafi hann hitt mig fyrir fjórum árum, því allir sem mig þekkja vita hvernig ég var á mig komin fyrir fjórum árum! En ég veit að ég er alltaf sæt, það er ekki það!
***
Talandi um þennan illauppalda einstakling, þá vil ég fá að vita, ef hann er að lesa þetta, ertu búinn að hakka þig inná MSN-ið mitt??? Já ég kemst ekki inná það, alltaf rangt lykilorð sem er MJÖG spes, er ekki vön að gleyma svona einhverju sem ég nota daglega og oft á dag! Þú mátt vinsamlegast skila mér þessu öllu takk fyrir. Þannig að ég vona að engin sé að verða fyrir áreiti af mínu msn-i því ekki er það ég sem er þar! Mér finnst þetta vera árás á mig persónulega og tek því MJÖG ILLA. Þeir sem hafa séð mig reiða vilja ekki lenda í því daglega.
***
Man ekkert hvað þetta átti að vera mörg orð eða slög en ég held að ég sé búin með kvótann í dag.
***
Njótið vel og varist varga.

4 Comments:

At 2:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jii minn eini sko ég er alveg hneyksluð á svona fólki sem ræðst inn á einkalíf annara...mér finnst þetta ekkert öðruvísi en að brjótast inn á heimilið þitt og róta í nærfataskúffunni þinni...ég myndi hiklaust kæra þetta til lögreglu!!

Var að reyna að hringja á þig áðan...þú kannski bjallar á mig vinan ;)

 
At 3:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg sammála Kristínu, þetta er hreinasta árás á manns einkalíf og gerir það að verkum að maður hættir að þora að skrifa svona á netinu.
Þetta er greinilega einhver sem á verulega bágt.

En yfir í annað... Ég hlakka til að sjá nýja færslu hér á hverjum degi Halldóra mín.

Risaknús, Kristrún

 
At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

yesss.....bloggáskorunin komin í gang....hlakka ekkert smá til að lesa allt bullið sem á eftir að birtast hér næsta mánuðinn!!

Lov U
Sigga

PS. Þú þarna hinn netverji...GET A LIFE.

 
At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó og velkomin í bloggheiminn! Gaman að sjá þig um daginn sömuleiðis - ég vona að þú hafir fundið það sem þú varst að leita að! Ég var í stökustu vandræðum og endaði á að kaupa alltof dýrt ... er það ekki týpískt!! Ég adda þér á linkalistann minn! Verðum í bandi!
Knús og gleðilegt ár!
Anna Brynja

 

Skrifa ummæli

<< Home