mánudagur, desember 18, 2006

Drullum sull og sullum bull.

Mætt aftur eftir góða innri íhugun!!
***
Fyrir ykkur kæru aðdáendur, hef ég frábærar fréttir. Til að vita meira bið ég ykkur um að kíkja á síðu Netverjans.
***
Var að ljúka síðasta "alvöru" vinnudegi fyrir jól. Á morgun eru svo litlu jól og kirkjuferð, svo bara dansiball á miðvikudag. Svo mæti ég galvösk aftur til vinnu á næsta ári. Já dúllurnar mínar það er sko gaman að vera kennari um jólin svo ég minnist nú ekki á sumarið. Já það eru heilir 3 kostir við starfið mitt: jólin, júní og júlí.
***
Það eru 6 dagar til jóla og ég er ekki búin að kaupa allar jólagjafir, er í raun bara búin að kaupa það sem ég þarf að senda útá land. Er ekki búin að skrifa öll jólakortin en þau verða í ár jahh rétt um 80!!! Auðvitað sendum við til allra sem mættu í brúðkaupið og þar voru um 130 manns þannig að það er af nógu að taka. Blekið í pennanum er búið og ég er komin með ógeð á setningunni jólakveðja!!!
***
Ég hugsa á hverjum degi "jæja best að koma sér í jólahreingerninguna". Þetta verður alltaf bara hugsun og ég held áfram að hugsa "æjjjj bara einn bubbles í viðbót" (fyrir ykkur sem ekki vitið hvað bubbles er smellið á ÞETTA). Ég er hætt að geta labbað berfætt heima hjá mér og það tekur mig 30 mínútur að komast út úr eldhúsinu sem er 3 skref því það þarf svo mikinn styrk til að komast yfir allt klístrið.
***
Jæja læt þetta ekki verða langra að sinni. Ætla að taka til hér í smíðastofunni minni. (Bull ég er ekkert að fara að taka til hér, hef bara ekkert meira að segja).
***
Kveðja klísturtása.

6 Comments:

At 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég hlakka meira til 28. dags desembermánaðar en jólanna!

oOo

Ég hef ekki trú á þessu með klístrið - en sagan er góð :)

oOo

Hvernig væri að skrifa "Jóla jóla!" í staðinn fyrir "jólakveðja"?

oOo

Ekki bara jólin, júní og júlí heldur líka vetrarfrí!

 
At 2:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lýst vel á þetta bloggeinvígi...loksins eitthvað að gera á hverjum degi ;) Ohh skil þig með þessa jólahreingerningu....fyrir hvern er maður að gera þetta?? Ég drattaðist til að taka alla eldhúsinnréttinguna í gegn og vá hvað mér leið samt vel á eftir...þungu fargi af mér létt.

Kveðja Kristín

 
At 2:36 e.h., Blogger Halldóra said...

Æjjj vetrar frí er bara það sem þið á "venjulega" vinnumarkaðnum kallið að taka sér langa helgi. rétt föstudagurinn og mánudagurinn!

 
At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha.. Þú ert nú meiri brandarakerlingin!!

Hlakka til þegar Blogg-einvíið byrjar.

Við verðum nú að nota eitthvað af þessu jólafríi þínu í spjall á Skype'inu.

Knús, Kristrún

 
At 10:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið assgot líst mér vel þetta bloggeinvígi...hlakka til að lesa allt þetta bull sem á eftir að flæða um síður þessa dásamlega bloggs...

Þrífa hvað...hvers vegna þarf fólk alltaf að missa sig í hreingerningum þó að jólin séu í nánd? Á maður ekki bara horfa fram hjá klístri, ryki og annarri drullu og njóta þess að vera heima í rólegheitunum á aðventunni og eiga notalegar stundir með sér og sínum? Það er alltaf hægt að að gera hreint allan ársins hring...þarf ekki endilega að vera fyrir jólin....koma svo...hætta þessu jólarugli...þetta er tími fjölskyldunnar og vináttu..

Hafið það gott það sem eftir er til jóla dúllurnar mínar!!

Love U.
Sigga

 
At 2:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

!!!!Heyr heyr, Sigga!!!!

Gæti ekki verið meira sammála henni Siggu. Jólin eru tími ljóss og friðar. Fjölskyldan og vinr eiga svo sannarlega að njóta þess að vera saman en ekki eyða dýrmætum tíma í einhver þrif sem enginn tekur eftir nema húsráðandinn sjálfur. Miklu sniðugara að nota mars og október í að þrífa eldhússkápana.

Kveðja, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home