Hvert er farið blómstur blítt??
Hef ekki bloggað lengi. Eitt við því að gera...byrja að blogga.
***
Ekkert merkilegt hefur á daga mína drifið. Ég er byrjuð í leikfimi 2x í viku. Kallast sprikklið pole-fittnes eða öðru nafni súludans og er það kennt í magadanshúsinu. Skellti mér með Guðlaugu frænku og er svaka gaman hjá okkur. Það er sko ekkert grín að sveifla sér svona á stöng. Maður er með harðsperrur útum allt og marinn og blár. En það er bara svo gaman að hitt allt er aukaatriði.
***
Kalli á afmæli í dag. Til hamingju með það Kalli minn. Á laugardaginn var haldin óvænt afmælispartý og var ég búin að biðja hann að hitta mig á laugardagskvöldinu því ég þyrfti að taka við hann. Híhíhíhíhí hann var með þvílíkar áhyggjur allan daginn og þegar ég sótti hann sagðist ég bara vilja rúnta smá. Enduðum svo uppí Mosó hjá Ögmundi þar sem allt gengið var mætt. Ögmundir var búinn að elda þessa dýrindis kjúkklingasúpu og við tók át og drykkja sem endaði klukkan að ganga 5 um morgun!!!! Jahérna hvað tíminn leið...við sem ætluðum líka í bæinn. En það bíður betri tíma :) Takk fyrir okkur.
***
Jæja...hef ekki frá miklu að segja og er ekki í neinum djúpum pælingum þessa dagana þannig að ég kveð að sinni.
HH
HH
6 Comments:
Velkomin aftur skvísa!!
Alltaf gaman að ralla með góðum vinum. Er ekki spurning um að skella sér aftur á rall með fleiri góðum vinum 25.Nóv?? :)
Kveðja Kristín.
Já, það var rosa gaman. Við verðum að endurtaka þetta frá A til Ö fljótlega. Við þurfum samt kannski endilega að plata Kalla í það skiptið þó það sé vissulega alltaf gaman :)
Hey ég var að rugla...djammið góða verður víst 2.desember...kemstu ??
Kv Kristín.
OOoooo!!!!!hvað ég er abbó, ég væri sko alveg til í að æfa súludans. Er það ekki aðal trendið í Hollywood núna?? Skilst það allavega.
Vona að ég fái einka-show einhverntímann ;)
Til hamingju með afmælið Kalli!!
Knús Kristrún
Híhíhí jú það er sko málið þar og auðvitað verður maður að vera eins og stjörnurnar :)
Audvitad verdur madur ad vera eins og stjornurnar, enda eru thaer bara manneskjur eins og vid.
Thetta er orugglega besta leidin til ad vinna a skammdegis-thunglyndinu og svakalega god likamsraekt lika.
Knus, Kristrun
Skrifa ummæli
<< Home