miðvikudagur, september 27, 2006

Allt fram streymir endalaust

Jæja það er best að skrifa hér inn áður en maður fær skammir, alltaf gott að sýna smá frumkvæði ekki satt?
***
Ég hreinlega veit ekki hvar ég á að byrja, hef frá svo gríðarlega miklu að segja og líka bara svo svakalega merkilegum hlutum. En ætli ég byrji ekki bara á því að ég er flutt aftur heim til mömmu og pabba. Það er nú bara ágætt að vera í kjallaranum, en þau geta nú andað rólega því þetta er aðeins tímabundið. Lentum í smá flóðbylgju eins og ég hef áður ritað og þar af leiðandi gerðum við húsið jahh eða sko bara okkar íbúð fokhelda. Allt gólfefni er farið, allar hurðar og eldhúsinnréttingin mín ljóta gamla. Á morgun verður byrjað að parketleggja og flytjum við heim aftur um leið og það er búið. Þó að smá bið verði eftir nýrri og glæsilegri eldhúsinnréttingu þá er það þess virði þar sem sú nýja er stórglæsileg :)
***
Búin að vera á þrusu skemmtilegu leiklistarnámskeiði, síðasta skiptið var í gær og er ég hálf vængbrotin eitthva, verð að gera eitthvað meira í þessu. Þetta var staður sem maður fékk þvílíka útrás gerir sig að algjöru fífli en enginn að dæma mann eða segja "jiii hún Halldóra hefur nú alltaf verði dáldið skrítin". Eini staðurinn sem maður er algjörlega að sleppa öllum hömlum af sjálfum sér og vera berskjaldaður einstaklingur og meiga það. En talandi um það að vera maður sjálfur þá er blogg í vinnslu um það allt og verður það mjög fróðleg lesning.
***
Fór í göngu með Ómari Ragnarssyni í gærkveldi ásamt heeeeling af fólki. Var verið að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og öllu þessu braski og raski á móður náttúru. Þeir sem mig þekkja vita að ég hef alltaf verið á móti þessu, mér er annt um mína náttúru þó svo að ég hafi aldrei séð alla þessa hluti sem eru þarna. Sumir segja "hva það hefur engin komið þarna og það er allt í lagi að sökkva þessu" Lélegustu rök ever ef rök er hægt að kalla. Eigum við þá ekki bara að drepa einhvern ættbálk eða kynstofn eða eitthvað annað því við höfum aldrei séð hann!!! Kreisí pípúl.
Þetta er jú atvinnuskapandi fyrir austfirði en hallóóó hvað eru margir Íslendingar að vinna þarna?? Eru þetta ekki allt útlendingar sem eru að vinna með skítakaup. Eftir 100 ár þegar þetta úreldist allt hvað þá?? Greyið börnin okkar og barnabörn að sitja uppi með ónýtt landsvæði jahh og hreinlega land ef röskun að þessu tagi heldur áfram á fleiri stöðum.
Get haldið svo endalaust áfram og er vel til í rökræður ef einhver vill er búin að lesa mikið og spá mikið um þetta allt. En vona að þetta sé ekki of ruglingslegt hér því ég er að skrifa það sem mér dettur í hug og er ekkert að fara að lesa þetta yfir og breyta.
***
Jæja það kom að því að tölvan mín drapst. Vona að ég nái öllu draslinu úr henni. þ.e.a.s. myndum og öðru. en svo vill svo skemmtilega til að ég var að fá glæsilega fartölvu til afnota frá skólanum :) Þannig að ég mun ekkert hætta að blogga þó svo að tölvudruslan drapst.
***
Já það er nú best að hætta þessu rausi, orðið alltof langt og helmingur hefur ekki nennu í að æesa allaleið hingað, þannig að ég þakka þér sem nenntir að lesa þetta allt :)
Kveðja
Mótmælandinn

2 Comments:

At 4:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hva ég nennti að lesa þetta ;)
Hlakka til að sjá "nýju" íbúðina þína :)

Kv Kristín.

 
At 1:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá.. en spennó!!!

Hva.. unnuð þið í lottó eða hvað??

Hlakka til að sjá myndir af nýju íbúðinni.

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home