föstudagur, september 22, 2006

eitt annað klukk!!!

Jæja Lilja vildi að þetta kæmi hér og auðvitað set ég þetta hér fyrir dúlluna :)
Endilega svarið mér í kommentakerfinu...ég veit ég hef verið með svona áður en þetta er ágætt þar sem ég er að undirbúa stóra bloggið mitt undir góðan og sannan pistil. Þá er fínt að fá svona á meðan ég sem hinn!!

1.Hvað kallarðu mig?
2..Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég?
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár?
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug?
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu?
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit?
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
9. Hvað erum við mörg í fjölskyldunni?
10. Hefurðu öfundað mig? Hvers vegna?
11. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn?
12. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?
13. Hverjum öðrum er röddin mín líkust?
14. Hvað giskarðu á að ég verði gömul þegar ég trúlofa mig ?
15. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
16. Hvernig stráka fíla ég?
17. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma?
18. Hvað er mest einkennandi við mig?
19. Hvaða búðir elska ég að fara í?

6 Comments:

At 3:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

1. Halldóru, stundum Dóru djamm, einstöku sinnum Haddó.

2. Já, ég hef oft heyrt þig syngja. Britney Spears hefur ekki roð í þig!

3. Skoða innréttingablöð eða fasteignaauglýsingar ;)

4. Don't Worry, Be Happy - Yesterday.

5. Ég myndi halda að þú værir á lausu, svo sæi ég hringinn og kæmist að hinu sanna.

6. Úff.. ég hefði ekki byrjað að svara þessu hefði ég vitað hvað þetta er langur listi! Látum okkur sjá: Gráni, smíðar, bítlarnir, Ólafur Örn, hressleiki

7. hmm... er verið að spyrja um hvernig hljómsveit? þá væri það svona stuð ballhljómsveit. Ef það er verið að spyrja hvað þú myndir gera í hljómsveitinni þá værir þú auðvitað söngkonan!

8. Þú ert frábær stelpa á allan hátt. Og þú ert engin sérstök týpa heldur einstök.

9. Þið eruð þrjú.

10. Já, ég hef öfundað þig. En ég læt liggja á milli hluta hversvegna.

11. Grænmetispopparinn vitaskuld.

12. Það er búið að svara þessu!

13. Veit ekki til þess að aðrir séu með svo hljómfagra rödd eins og þín er!

14. Það er nú bara rétt um ár síðan!

15. Mjög vel.

16. Tall, dark and handsome.

17. Þú átt nú næstum aldrei frítíma. En þá myndirðu slaka á, syngja kannski. Bara njóta þess að vera ein.

18. Hvað þú ert frábær manneskja og vilt öllum vel.

19. það veit ég ekki...

20. ó.. það er ekkert númer 20!

 
At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hmmm.. Nú verður gaman að sjá hvort ég þekki þig ennþá!!!

1. Halldóra, Haddó lagði ég á hilluna fyrir mörgum árum.
2. Já og þú syngur eins og engill.
3. Sennilega opna rauðvinsflösku eða tvær yfir góðum pastarétti með góðum vinum og manninum þínum.
4. "I´m too sexy for my shirt" og "Krókurinn" með Sálinni. Úff það er nú orðið langt síðan en það voru góðir tímar.
5. Hmm.. ég held það færi eftir í hvernig skapi þú værir. Sé þig alveg fyrir mér í "flört" fasi en líka "jarðbundnna" og harðgifta.
6. Fílar, Rauða flotta veskið þitt, Brabra snjóþotan, Píanó, Te og Ristað brauð. (ég veit það eru ekki hlutir en það minnir mig samt á þig)
7. Ég sé þig fyrir mér í svona KolrassaKrókríðandi hljómseit, alltaf í stuði og ekkert of hátíðleg bara stuð og hafa gaman af.
8. Listamanna típa, þú ert svo sniðug á mörgum sviðum, smíði, mósaík, söngur, leiklist ég gæti alveg haldið áfram.
9. Þrjú, enn sem komið er allavega ;)
10. Já, úff hvar á ég að byrja. Það er svo margt en ég ætla bara að nefna sönghæfileikana og leikhæfileikana.
11. Bítlarnir eins og þeir leggja sig en með Paul McCartney í uppáhaldi minnir mig.
12. "Ó hve sárt ég sakna þín" með Sverri Stormsker ;)
13. Mér dettur enginn í hug, þú ert með svo einstaka rödd.
14. Akkúrat 26 upp á dag ;)
15. Bara nokkuð vel, en ég mundi vilja kynnast þér miklu betur aftur.
16. Hressa og skemmtilega og alls ekki ljóshærða ( einhvernegin minnir mig að ég hafi heyrt þig segja það einhverntímann)
17. Göngutúr í dalnum. Svo ertu líka mjög dugleg að fara í bíltúr út fyrir borgarmörkin, lengri og styttri ferðir.
18. Þú ert góður vinur vina þinna.
19. Nú er ég ekki viss, við vorum svo duglegar að strunsa framhjá búðum þegar við fórum saman niður laugarveginn eða í Kringluna.

Jæja????Hvernig stóð ég mig?? Eru þetta allt nokkuð bara gamlar upplýsingar??

Knús, Kristrún

 
At 11:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

1.Hvað kallarðu mig? Halldóra, Haddó eða bara litla dúllan
2..Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? Ég hef oft heyrt þig syngja og sennilega aldrei eins mikið og í fyrra haust. Þér fer stöðugt fram.
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? Komin með annan villing, þú verður úrvinda og sennilega hrjótandi í stofusófanum eða sofnuð viðað svæfa annan hvorn grislinginn.
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug? Engin tvö ákveðin lög en ég set alltaf samasem merki milli þín og Bítlana og milli þín og Dollíar Parton.
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? Sennilega á lausu, til í djamm og smá daður.
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug? Fílar, myndbandsupptökuvél, Freddi bangsi, rauður dúkkuvagn og græn föt.
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? Sem söngkonuna að sjálfsögðu.
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? Rokkandi á milli þess að vera einhver listaspíra, bóhem eða djammari.
9. Hvað erum við mörg í fjölskyldunni? 21 að sjálfsögðu. Eða mér finnst fjölskyldan alltaf vera mamma, pabbi, við systkinin makar okkar og börn.
10. Hefurðu öfundað mig? Hvers vegna? Ekki minnist ég þess en ég á örugglega eftir að öfunda þig í ellinni að vera 10 árum yngri en ég. Jú og svo öfunda ég þig pínu af ítölskukunnáttunni ?
11. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? Bitlarnir og Dollí að sjálfsögðu
12. Hvaða lag minnir þig mikið á mig? Bara öll Bítlalög.
13. Hverjum öðrum er röddin mín líkust? Paul Mc Cartney
14. Hvað giskarðu á að ég verði gömul þegar ég trúlofa mig ? Etru ekki gift???
15. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? Ótrúlega vel en þú ert samt alltaf að koma á óvart og sennilega á ég eftir að kynnast nokkrum hliðunum enn.
16. Hvernig stráka fíla ég? Gaura eins og Ásgeir hlýtur að vera.(nýgift konan)
17. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? Prjónar peysur, tálgar tré, eldar heilsurétti og vafrar um á netinu.
18. Hvað er mest einkennandi við mig? Græn föt, ”öðruvísi” fatasmekkur, kannt alla söngtexta, aldrei í fýlu, veist hvað þú vilt ekki en hefur ekki hugmynd um hvað þú vilt. (á sérstaklega við á starfssviðinu)
19. Hvaða búðir elska ég að fara í? Sennilega allar búðir nema Bónus.

 
At 11:41 f.h., Blogger Halldóra said...

Váá ekkert smá gaman að lesa þetta :) Ohhh þið eruð svo æðisleg. Allt satt sem allir segja, og sérstaklega að röddin mín sé eins og Paul McCartney ;)
En Lilja hvað var ég svona mikið að syngja í fyrrahaust??? Ein farin að gleyma smá!!

 
At 12:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið ertu gleymin. Koma einhverjar minningar upp í hugann ef ég nefni Kjarnaskóg???

 
At 10:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

1.Hvað kallarðu mig? Halldóra, Dóra djók festist nú á þig líka á tímabili ;)
2..Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég? Já þegar við vorum litlar og í stúdíoinu að syngja Britney...stóðst þig eins og hetja ;)
3. Hvað á ég eftir að vera að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár? Hanga á barnalandi eins og ég hehe ;)
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög dettur þér fyrst í hug?Hmm...Sódóma og Krókurinn.
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhverstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu? Eins og þú hagaðir þér á Óliver..á lausu!! Djók!
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?Fagraholt,Sálin,kanínur(Erica),skíði og boxið er í fersku minni akkurat núna.
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit? Pottþétt sem söngkonan!
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig? Hress,skemmtileg,vinur vina þinna.
9. Hvað erum við mörg í fjölskyldunni? 3
10. Hefurðu öfundað mig? Hvers vegna? Já alveg örugglega þegar við vorum yngri...öfundaði þig af öllum utanlandsferðunum.
11. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn? Stebbi Hilmars kemur alltaf fyrst upp hjá mér sko.
12. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?Allt með sálinni bara!
13. Hverjum öðrum er röddin mín líkust? Hmm...allavega ekki Britney ;)
14. Hvað giskarðu á að ég verði gömul þegar ég trúlofa mig ? Well þú ert búin að gifta þíg er það ekki.
15. Hversu vel telurðu þig þekkja mig? Þekkti þig mjög vel þegar við vorum yngri..veit ekki hvort ég þekki þig eins vel núna.
16. Hvernig stráka fíla ég? Greinilega týpur eins og Ásgeir ;)
17. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma? Hangir heima á barnalandi hehe.
18. Hvað er mest einkennandi við mig? Alltaf hress og til í að fíflast.
19. Hvaða búðir elska ég að fara í? Ekki hugmynd...veit samt að þú verslar mikið i blend.

Kv Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home