fimmtudagur, júlí 27, 2006

Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó.

jahérna, maður rétt nær að koma heim blogga eitt blogg og svo er maður rokinn aftur.
***
Ættamótið um helgina var mjög fínt og ekki skemmdi veðrið fyrir, það var sól og blíða allan tímann :). Á sunnudeginum kom Ásgeir svo að sækja okkur (hann var sko ekki með á mótinu) og við brunuðum Norður til tengdó og vorum þar í sumarbústað framá þriðjudag. Á heimleiðinni ákváðum við að fara aðeins aðra leið og fórum yfir Kjöl. Vááá stelpur ef þið ætlið yfir Kjöl, munið að vera í góðum íþróttatopp ;) Vegurinn s.s. ekki mjög góður. En við komumst nú heim á endanum þreytt og glöð.
***
Svo er ég og Ólafur að bruna á morgun vestur í Skötufjörð þar sem systir mín hún Lilja og hennar ektamaður Gunnar eru landeigendur. Mágur minn á stórafmæli og verður slegið upp heljarinnar veislu þar :) Komum heim aftur á mánudag og þá tekur held ég bara við að klára brúðkaupsundirbúning og komu Ítalanna :)
***
Jæja vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi og verð nú duglegri að skrifa eftir öll þessi ferðalög.
Hendi líka inn myndum úr ferðunum á Barnalandið ekki missa af því!!
Ferða kveðja
Halldóra

3 Comments:

At 5:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe takk fyrir gott ráð ef maður ætlar yfir Kjöl ;)

Kv Kristín.

 
At 8:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»

 
At 5:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home