Is there anybody going to listen to my story...
Jæja er ekki málið að skella inn ferðasögunni??
Mæðgaferðin mikla hófst föstudaginn 9 júní. Beint flug Kef-Man. Brottför átti að vera 17:30 að staðrtíma. Jiii ég var orðin svo spent og svo sterssuð að það var ekki fyndið. Hvað um það. Ég var farin að bíða á töskunni minni eftir mömmu. Svo hringir síminn. Og hvað haldiði?? SEINKUN!! Jæja þar sem við vorum nú allar tilbúnar ákváðum við samt að leggja af stað og fórum bara til Keflavíkur og fengum okkur kaffi á kaffihúsi og svona. Eftir að hafa stytt líftíma okkar þar um 2 tíma vegna reyks á næsta borði ákváðum við bara að bíða í Leifsstöð.
Þegar við komum þangað er enn seinkun og ekki vitað með vissu hvenær bröttför er. Leifstöð er held ég með leiðinlegustu flugstöðvum heims. ALLT lokað meira að segja bókabúðin. Þeir voru nú svo grand að bjóða lasagana (örugglega gamalt úr Ameríku fluginu) og einn heitan og einn kaldan drykk. Jæja klukkan var að ganga 10 og einhver vél tilbúin að taka við liðinu enda var barinn það eins sem var opið og án gríns þá var fólk orðið vel skrautlegt!! Allir uppí vél og flugstjórinn byrjar strax að gala "Gott kvöld góðir farðþegar en vegna bilunar verða allir að yfirgefa vélina og bíða eftir að önnur vél verði dregin uppað" JEIIII enn meiri seinkun og enn meira hvítvín. Á þessum tímapunkti var allt stress horfið enda komið í staðin of mikið hvítvín.
Jæja svo um 22:30 var ný vél komin og skilaði hún okkur heilu og höldnu til Manchester.
***
Manchester var svo tekin með trukki, allar búðir vel skannaðar og þar af leiðandi vel brennt VISA kort. Veðrið úti var hrein snilld annað en þunglyndis veðrið á þessum klaka.Sunnudeginum eyddum við svo í Mekka æjjj ég meina Liverpool. Fyrir mér er Liverpool mekka enda snildar tónlistarmenn sem eru þaðan komnir. Já þið vitið að ég er að tala um sjálfa Bítlana.
***
Þar sem Bítlasafnið var lokað þegar við loks komum þangað ákvað ég að þarna skyldi ég koma fljótt aftur, já hver veit nema maður skelli sér í brúðkaupsferð til Liverpool. En svona fyrir ykkur sem eruð að fara til Manchester endilega skellið ykkur yfir til Liverpool því að mínu mati er hún þrifalegri og skemmtilegri borg.***
Svo á mánudeginum þá var skellt sér í stærsta moll Evrópu og haldið áfram að spreða þar til við flugum svo heim um kvöldið.
***
Tók nú eitthvað af myndum en tölvunördið ég kann ekkert að setja þær hér svo kannski að ég setji þær bara á barnalandið undir Manchester albúm.
***
Jæja tók mér bara smá pásu frá málningarstörfum hér á heimilinu, alltaf er maður að fegra umhverfið :)
***
Reyni svo að vera dugleg að blogga í sumarfríinu.
HH
1 Comments:
Svakaleg þessi seinkun. Ég sem hélt að þer seinkuðu bara flugi á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur ;)
En það var örugglega bara gott fyrir þig að fá meiri tíma til að sturta í þig hvítvíni og drekka frá þér allann hvíða.
Knús, Kristrún
Skrifa ummæli
<< Home