Love is like a butterfly.
Pæliði í því ef áskorunin væri enn í gangi...ég hef ekki skrifað núna í smá tíma og hef hreinlega ekkert að skrifa um. Jahhh og þó!
***
Einhverjir voru nú forvitnir eftir síðustu færslu og hringdu bara í mig...alltaf sama forvitnin í þessum Íslendingum. Þannig að auðvitað sagði ég öllum :)
Já við hjónaleysin ákváðum í síðustu viku að gifta okkur. Gengur ekki að lifa í synd um aldir alda. Erum nú samt sem áður típískir Íslendingar, fyrst barn, svo hús svo gifting. Alveg þveröfugt við allt sem kristið telst!! En Ásgeir mun endanlega festa kaup á mér þann 12 ágúst 2006. Hann bað nú föður minn ekkert formlega um hönd mína en þau komust víst að samkomulagi um það að fyrst Ásgeir er búinn að vinna hjá þeim í þennan tíma þá fer eignarrétturinn sjálfkrafa yfir á hann. Ég er nú dáldið fúl með það að hann er bara búinn að vinna þarna í hvaaa um 3 ár og á mig...hélt ég væri dýrari en það. Hummmm kannski er það málið...ég hef verið dýr í rekstri og foreldrarnir eru fegnir að losna við það allt, jahhh hver veit??
***
Svo er það Manchester eftir 3 daga *shitttthjartaðíbuxunum* Ég hlakka voða til að vera komin út en leiðin þanngað heillar mig ekki. Sem sagt flugleiðin. Já það eru margir sem horfa hissa á mig þegar ég segist vera flughrædd, en þannig er það nú bara samt. Er hætt að sofa á nóttini útaf þessu og hreinlega líður illa. Ég reyna að nálgast eitthvað róandi fyrir ferðina svo ég hreinlega endi ekki eins og Silvía Nótt í einhverju taugaáfalli!! Ég ætla ekki einu sinni að nefna alla þá hluti sem ég er farin að gera, þið yrðuð bara hneyksluð!! ;)
***
Annað er nú ekki merkilegt í fréttum á þessum bænum. Ég er komin í sumarfrí og fíla það fínt. Já það eru 2 góðar ástæður fyrir því að vera kennari...júní og júlí :)
***
Jæja áður en ég fer að poppa útúr mér fleiri lélegum kennarabröndurum er eins gott að hætta bara hér og nú.
Ef ég skrifa ekki meira fyrir Man ferðina þá þakka ég ykkur lesendur góðir fyrir að nenna að lesa þetta raus í mér alltaf hreint.
***
Elskið hvert annað ætíð.
HH
3 Comments:
Lýst aldeilis vel á ykkur að fara að ganga í það heilaga :) Jááá Ásgeir hefur fengið þig frekar ódýrt myndi ég segja..þú ættir kannski að ræða betur við pabba gamla !!
Váá það er bara alveg að bresta á ferðina þína...þetta verður heavý gaman..ekki stressa þig á fluginu þú hefur mömmu þína og systur til að passa þig og hugsaðu bara hvað það verður gaman þegar þú kemur út!!
Strax farin að finna brunalyktina af vísakortinu þínu ;) Góða ferð og góða skemmtun!!
Kv Kristín.
Halldóra taktu því nú rólega og ekki stressa þig hvað heldur þú að pabbi þinn og Gunnar séu búnir að fara oft í flug og alltaf koma þeir aftur. Þetta verður bara GAMAN. Þú færð þér hvítvínsglas fyrir flugið og allar áhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Ég hlakka svo til að eyða með ykkur þremur dögum. Ef þú verður með í maganum allan tímann með tilheyrandi vindgangi verður þú í herbergi með móður þinni híhíhíZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Kveðja, Lilja stórasystir
Þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur af fluginu, litla mín....flugvélar fljúga um loftin blá svo þúsundum skiptir á hverjum degi. Pabbi, Gummi og Gunnar hafa verið þarna uppi í áratugi og gengur vel. Svo erum við nú þarna með þér og pössum þig ;-)
Love, Sigga systir
Skrifa ummæli
<< Home