laugardagur, maí 20, 2006

Úti er alltaf að snjóa...

dagur 6
Þá er enn ein helgin gengin í garð með öllu því sem tilheyrir. (nú pælið þið í því hvað tilheyri helginni) en hjá mér fylgir helginni, tiltekt, út að labba í dalnum, láta sér leiðast (ekki er kallinn heima til að halda mér félagsskap og ekki á ég marga vini (bara fáa og mjög góða!!)).
En þessi helgi er nú ekkert á þessa leið. Fór að vinna í morgun (já það er laugardagur) því skólinn á stórafmæli og auðvitað verður maður að taka þátt í því, ekki hef ég heldur farið út að labba þar sem veturinn er kominn. Já það er ógeðslega kalt hérna og svei mér þá ef ég sá ekki hvítar flygsur fjúka úr skýjunum.
***
En nú var klukkan að slá fjögur og það þýðir kaffi. Jámm Lilja systir var svo elskuleg að bjóða mér í marenges og kaffi. Jahhh eða kannski var ég bara heppin að vera stödd hjá mömmu þegar bjóða átti henni í kaffi ;)
***
kæru lesendur ég er fúl útí ykkur að kommenta ekki hjá mér. Eins og í gær, púfff hvað ég var í ham að skrifa, en hvað fæ ég...2 komment. Takk Kalli og Kristín.
***
Eitthvað er þetta þunnt blogg í dag en verður betra þegar líða tekur á vikuna.
Jæja er þotin í kaffi.
HH (met blogg hvað sviga varðar)!!

4 Comments:

At 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já - rosalegt svig hjá þér. Veit ekki hvort þetta minnti mig meira á vetrarólympíuleika eða stærðfræðitíma...

 
At 7:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Namminamm... Ég væri alveg til í marengstertu og kaffi.

Knús, Kristrún (sem er loksins komin með íslenska stafi)

 
At 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff já það er ógeðslega kalt!! Ég mætti á útiæfingu í dag í sumarfíling bara og var að frjósa!! Algjört gluggaveður :(

Kv Kristín sem er svo dugleg að commenta ;)

 
At 12:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

uss ég commenta allveg helling :)
allveg í 3ja skiptið held ég ;)
anyway have fun in the snow :)
ta ta

 

Skrifa ummæli

<< Home