föstudagur, maí 12, 2006

Manchester england england

Komið að einu bloggi svona rétt fyrir helgi.

Búin að vera heima lasin í gær og dag, með hausverk, hita og hor. Ekki beint spennandi. En vonum að þetta fari nú að koma.

Á mánudag hefst hér bloggáskorun ojá þið lásuð rétt, ég skoraði á Kalla í smá áskorun. Ég hélt þetta væri lítil og skemmtileg áskorun sem fælist í að blogga daglega í viku en hell no vikan en víst MÁNUÐUR. Shitttt hefði nú varla farið útí þetta ef ég vissi það en það þýðir ekki að bakka með þetta. Á mánudag verður ný færsla og daglega þar eftir í mánuð. 150 slög copy/paste ekki talið með... Óskið mér góðs gegnis, því það ku víst vera verðlaun :) En ég held ég sé fyrirfram búin að tapa þar sem ég er að fara til MANCHESTER í byrjun júní...

...jeiiii hvað ég hlakka til. Þetta er svona mæðgna ferð, fer sem sagt með mömmu, og systrum mínum þeim Lilju og Siggu. Förum á föstudegi og komum á mánudegi :) Þar ætla ég að versla frá mér allt vit (þarf ekki mikið til) og njót lífsins.

HH

3 Comments:

At 11:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakka GEÐVEIKT til það verður bara GAMAN hjá okkur.
Kveðja, Lilja

 
At 11:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh það eftir að verða svo gaman hjá ykkur!! Góða skemmtun ;)

Kv Kristín

 
At 1:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frabaert, thad verdur ekkert sma gaman hja ykkur.
Eg hlakka ekkert sma til ad sja nytt blogg ha ther a hverjum degi.

Kvedja, kristrun

 

Skrifa ummæli

<< Home