Those Were the Days...
Ég vaknaði í morgun (sem betur fer) gjægðist gegnum gardínurnar og brrrr það var allt hvítt. Ég hef ekki húmor fyrir svoleiðis löguðu, núna er einmánuður genginn í garð og ég hélt að þá færi að vora, en vorjafndægur var í gær og það þýðir víst að nótt og dagur eru jafn löng. Æjjjá þetta er allt í áttina.
Ég var að fá "nýja" tölvu í smíðaskúrinn minn, skólinn var að fá fullt af nýjum tölvum og ég fékk gömlu hingað sem átti að henda!! Þið getir rétt ímyndað ykkur hvernig hin var sem var hérna ég þurfti að trekkja hana á morgnana!! Það er alltaf hugsað svo vel um mann í skúrunum. Gærdeginum eyddi ég í rafmagnsleysi og krakka greyin gátu ekkert gert nema mála og teikna. Ég gat ekki sagað út nein efni.
Eftir nákvæmlega 2 vikur og 2 daga er komið páskafrí :) Vááá hvað ég hlakka nú til.
Ég held ég verði að viðurkenna að ég er frekar óþroskuð miðað við fólk svona almennt, jahhh eða var það frekar...rakst á gamlar dagbækur um daginn og mikið rosalega var gaman að lesa þær en mikið rosalega tók ég gelgjuna seint út!!! Meðan jafnaldrar mínir voru að drepast úr geglju frá 12-16 ára var ég að taka hana út 17-21 árs. Ég hreinlega get svo svarið það, miðað við það sem maður var að gera á þessum tíma. En það er nú bara gaman og á ég STÓRKOSTLEGAR minningar frá þessum tímum með frábærum vinum og svo öðrum sem ég hélt að yrðu vinir að eilífu, en ekkert varir að eilífu svo mikið er víst.
jæja, krakkagrísirnir fara að koma og smíða best að vera hress og taka á móti þeim.
Knúsið hvort annað og njótið dagsins í dag.
Halldóra
4 Comments:
Á að kíkja vestur um páskana? :)
Aldrei að vita hvað maður gerir um páskana...gæti bara vel verið :)
Já Halldóra þú varst góða stelpan svo lengi meðan ég var villingurinn ;)
Við þurfum nú samt að fara að taka eitt stykki gelgjukast saman á óliver við tækifæri ;)
Kv Kristín
p.s komdu vestur um páskana...gætum jafnvel tekið eitt stykki kast þar ;)
Hvernig er það - Hefur Síðuhaldari tapað aðgangi sínum að vefumsjónarkerfinu?
Skrifa ummæli
<< Home