miðvikudagur, mars 08, 2006

Þú mátt fá´ana því ég vil ekki sjá´ana...

Jahérna...lesturinn á þessari síðu hefur aukist um 100% jahh miðað við kommentin sem streyma inn :) Það þýðir bara eitt, ég verð að standa mig og reyna að bregðast ekki lesendum mínum, en bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá hef ég MARG oft brugðist mínum lesendum þannig að gleðjist hverju orði sem ritað er hér.

Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt ykkur í dag. Vaknaði snemma í morgun, fór í vinnuna, fund eftir vinnu, heim, setti í tvær þvottavélar sem minnir mig á það ég á eftir að taka úr þeirri seinni, fór út með Ólafi, kom við í búð, keypti ýsu, kom heim sauð kartöflur steikti ýsu í raspi borðaði, fór inn að lesa Palli var einn í heiminum og hér er ég svo...eins og hlunkur í sófanum og búin að senda kallinn út eftir appelsín í gleri.

Talandi um appelsín í gleri...jájá ok fékk mér líka eina kókosbollu (ég er að breytast í bollu) já talandi um appelsínið ég hef ekki verið nándar nærri því eins dugleg að hreyfa mig þessa vikuna og ekki heldur síðustu tvær þar á undan. Ég sem byrjaði svo vel eftir áramót. Kannski að ég ætti að skutla mér á gólfið og gera nokkrar magaæfingar, bara svona til að friða samviskuna. Ætli aðrir líti á mig sem bollu jahh ok er ekki bolla en ætli aðrir sjái mig svona skvabaða típu? Eða er það bara ég sem klíp í magan á mér og hugsa ojjj klessa (Ásgeir klípur reyndar líka oft í magann á mér) Heyyy Ásgeir hvað hugsar þú?? Jæja nóg um hollustu v óhollustu. Bara best að vera hollur sjálfum sér og sínu fólki ;)

Svefnin kallar já og þvottavélin sem vill losna við hreina dótið og Ásgeir hann kallar líka, honum finnst tölvan fá fullmikla athygli!! Gaman hvað maður er nú eitthvað ómissandi :)

Ég verð ofsa...lega heppin ef ég losna nú við
FITUKEPPINN

góða nótt

1 Comments:

At 7:06 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uff.. velkomin i hopinn. Eg skil thetta bara ekki thad er sama hvad eg akved dag eftir dag ad vera dugleg i hollustunni en tha eru bara alltaf freistingar sem eg laet eftir. Eg skal sko koma i atak med ther.
En va hvad Egils Appelsin og kokosbolla hljomar vel nuna. Annars er eg buin ad finna Helado de Coco (kokoshnetu ispinna) naestum alveg eins og eg var hookt a i Eqador, eg get svarid ad eg er buin ad gefa upp sukkuladi fyrir thessa ispinna.
Knus, Kristrun

 

Skrifa ummæli

<< Home