Rows and floes of angel hair
Hef ekki skrifað í dáldið langan tíma en þá kom eitt komment og þau eru sko vítamínsprauta fyrir þetta blogg því ef engin kommentar þá les þetta kannski engin og hví ætti ég að vera að skrifa ef engin les??? Þannig að takk Kristín!! Þú átt heiðurinn af þessari færslu ;)
Lítið svo sem að gerast hjá mér jahhh og þó, fór á árshátíð í vinnunni á laugardaginn og var nú bara þrusu gaman, liðið kom mér á óvart og ég held að ég hafi dansað allt kvöldið, alltaf gaman að djamma dálítið.
Var að kenna í dag, ekki svo sem frásögu færandi nema hvað að ég er að saga í hjólsöginni (nei ég sagaði EKKI af mér puttana og nemandi fór ekki í sögina) heldur kom svona smá "slag" í spítuna sem ég var að saga og hún skaust af ÞVÍLÍKU afli til baka og í magan á mér eða rétt fyrir ofan lífbeinið. Ef einhver hefur verið kíldur mjög harkalega í magan þá skuliði margfalda það hundrað sinnum. Ég hefði sko farið að grenja ef ég hefði ekki verið að kenna og jahhh eins gott að vera ekki óléttur og lenda í þessu!! En ég er öll marin og blá og get ekki snert þetta svæði það er svo sárt. Segið svo að kennara starfið geti ekki verið hættulegt!!!
Þvílíkt suddaveður úti maður lifandi, fór í Bónus í dag og hélt ég yrði úti, fólk kreisí að hlaupa um allt með gulu kerrurnar, bílar að skvetta vatni yfir mann allan og allt draslið manns, þegar ég kom heim var bara eins og ég hefði ákveðið að hoppa í góðan drullupoll og með allar skemmtilegu bónus vörurnar mínar. Og talandi um Bónus, hvað er málið með Euroshop vörurnar útum allt. Getur varla fengið annan klósettpappír en Euroshop og þá er nú örugglega betra að skeina sér með Euroshop bökunarpappírnum!!!
Hummm ég hef hugsað að gera smá skemmtilegt hérna á þessari síðu, þarf þá smá hjálp með það og þið verðið að fylgjast með. Góðir hlutir gerast hægt.Og ef þið eruð að spá í titlinum þá mæli ég með að þið hlustið á lagið Both sides Now. Nokkrir góðir flytjendur sem hafa sungið það þannig að það er ykkar að finna ykkar uppáhalds :)
Eitt enn að lokum, bara svona því að O.C. er í sjónvarpinu beint fyrir framan mig og þvílík og önnur eins vitleysa, þetta fólk virðist ekki alveg kunna samskipti bókstaflega enganvegin. Mér finnst þau svo heimsk að ég fæ illt í hjartað. Varð bara að koma þessu frá mér
Allar staðreyndir og stafsetningavillur eru ekki á mína ábyrgð.
Lifið heil.
3 Comments:
Vúhú blogg til heiðurs mér !! ;) Er ekki bara málið að fólk er orðið svo vant að þú sért ekki að blogga að það nennir ekki að kíkja því það heldur að það sé ekkert nýtt. Það allavega gerði ég ég var hætt að kíkja en viti minn næst þegar ég kíkti voru örugglega 3 blogg sem ég var ekki búin að lesa !! Gaman,gaman!! Þannig að haltu þessu áfram og ég mun kíkja og kvitta ;) En ég vona að mallakúturinn sé að jafna sig..þetta er stórhættuleg vinna sem þú ert í !! Ættir að vera á svona áhættuleikaralaunum ;)
Kveðja frá ísó Kristín ;)
jæja þá ætla ég líka að kíkja á þig svo það er eins gott að standa sig í blogginu!!!. he he, nei annars langar mig bara að segja að það er gaman að lesa skrifin þín, þú ert skemmtilegur penni.
takk fyrir síðast
Gréta María.
Haha.. eg sit her og reyni ad hlaegja lagt en thad er erfitt.
Thu ert yndisleg og eg hlakka til ad lesa meira.
Eg vona ad thu sert ad jafna thig i maganum eftir spituna.
Skrifa ummæli
<< Home