þriðjudagur, nóvember 29, 2005

?

Jóolin joooólin allstaðar (sungið).
Já það er nokkuð ljóst að landinn er komin í jólaham (nei ekki jólaskinku)...reyndar löngu komin í gírinn ef marka má skreytingarnar sem komu í búðir hvaaa í haust!!
Ég er meira að segja búin að baka eina sort og ég held að hún sé bara búin líka. Svo er ég búin að drösla jólakassanum með öllu jóladraslinu upp úr geymslunni og inní stofu. Núna horfi ég á kassann sem eitt sinn þjónaði þeim tilgangi að hlífa örbylgjuofni og velti því fyrir mér hvort það taki því að taka og hengja upp eitthvað drasl.

Klukkan er að verða hálf ellefu og ég er að drepast úr þreytu..samt nenni ég ekki að dröslast og hátta mig og inní rúm! Er það ekki hámark letinnar??

púffff...andleysið að drepa mig er haldin ritstíflu og leti!!

over and out

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home