þriðjudagur, september 07, 2004

Með mynd af bílnum í vasanum...

Þrátt fyrir að hafa ekki skrifað lengi þýðir það ekki að ég sé dauð...
...síður en svo, ég er sprell lifandi.

Nú er vinnan byrjuð á fullu og verður þetta betra með hverjum degi sem líður. En það að drífa sig á fætur og vera mættur klukkan átta verður ekkert betra með degi hverjum. Eiginlega verður það bara verra...Myrkrið, haustlægðirnar og fjúkandi laufið gerir það að verkum.

Nýr og flottur bíll stendur hér á hlaðinu :) já það var nú bara fjarfest í nýlegum bíl...erum búin að fá nóg af gömlum druslum...kostnaður í viðhaldi er mun meiri en að splæsa í einn góðan og fínan bíl. Nú verð ég gella á rúntinum með topplúgu og góðan disk undir geislanum jeiiiiiii.

Annað gengur sinn vanargang. Vakna, vinna, borða, sofa, já svo er það skólinn líka!!! Nóg að gera og þannig á það að vera.

Þanngað til næst.
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home