föstudagur, ágúst 20, 2004

Hver vill skítinn hver vill reykinn hver vill sjóinn ill´útleikinn??

Enn og aftur er komin helgi.
Hvað á þetta eiginlega að þýða...mér liggur nú ekki svo mikið á að eldast.

Vikan gekk svona að mestu stórslysalaus...þrátt fyrir smá "drullskot" úr öllum áttum...huhumm
já afsakiðið orðbragðið en svona var það bara. Svo lagðist hinn helmingurinn eins og oft er sagt (ekki betri helmingurinn því allir vita að það er ég ;) )

Á morgun er svo menningarnótt það er víst svakalega mikið um að vera í bænum langt frameftir nóttu...reyndar er dagskráin bara til miðnættis svo taka við börnin að drekka og djamma á torginu...hanga fyrir utan 10/11...alltaf jafn sorglegt.

Það er nú voðalítið að gerast hjá manni eitthvað núna, þannig að ég ætla ekki að vera að bulla einhverja steypu hér. Ég á eftir að strauja svaka bunka, vaska upp og taka út úr þvottavélinni...ohhhh ég er ekki að nenna þessu, er að spá í að ná í góðu bókina mína og kúra mér uppí sofa.
Kveð ykkur frekar.
6.dagar í Köbern ferð!
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home