sunnudagur, ágúst 15, 2004

I never promissed you a rosegarden...

Ágúst er hálfnaður og ég er búin...
...já hreinlega búin á því. Ef ég ætti að líkja lífi mínu við bók, þá er ég á leiðinlega kaflanum sem er svo torlesinn að ég hætti að nenna að lesa. Auðvitað hættir maður samt ekki ef bókin er virkilega búin að vera góð. Blablabla meira bullið í manni. Sumir dagar eru bara erfiðari en aðrir.

Búin að vera í frábæru fríi í Skötufirði :) Veðrir var eins og það gerist best, sól, heiðskýrt og 30°C Tíndi slatta af berjum, þó er ég meira bara svona fyrir að tína uppí mig. Nú svo er ég líka búin að fara hér í dalinn og tína rifsber. Þannig að hér á heimilinu er nú til aðalbláberjasulta og rifsberjasulta...namminammmm....

Andleysið er að drepa mig, þannig að ég er bara að spá í að skríða undir sæng og vakna fersk á mánudagsmorgun s.s. á morgun!!
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home