þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Sísí fríkar út...

Já, ég er ekki fyrr farin að lofa reglulegum færslum og það daglegum og ég er strax farin að svíkja. En það er nú ekki svo alvarlegt þar sem það er enn mjög árla morguns.
Mánudagurinn (gærdagurinn) var frekar eitthvað skrýtinn. Kíkti með Kristrúnu og Kamillu aðeins í húsdýragarðinn og jedúddamía þvílíkur fjöldi fólks. Ég fíla alveg mikið af fólki og allt það, en fjöldinn allur og það með barnavagna eða kerrur (ég engin undantekning)....nei ég hef ekki mikla þolinmæði í svoleiðis, grenjandi púkar í hverju horni öskur og læti allstaðar að ég bara höndla ekki svoleiðis!!

Að því búnu ætlaði ég nú bara heim að þrífa (hef ætlað að gera það alla helv... helgina) en neiiii fyrst einn rúnt á völlinn, þar var brjálað að gera þannig að ég bara kröklaðist þaðan út, kíkti til Kalla í kaffi og sonur minn alveg á útopnu þannig að við flúðum líka þaðan!! Fórum heim og þá var bara komin kvöldmatur. Þannig að ég myndaðist til að elda og gerði bara heilt lasagna. Eins og vanarlega var bara ég og Ólafur í mat og hefði ég getað boðið a.m.k. fjórum í mat miðað við magnið sem ég eldaði. Já ég held að það sé ekki hægt að elda smá lasagna, svo á ég ekki einu sinni svo lítið eldfast fat að það dugi fyrir tvo...en þetta er nú í lagi...við bara borðum þetta út vikuna! Ég fór í búð og vissi ekki hvað ég gæti haft í matinn þannig að ég keypti hakk svo bara átti ég allt sem til þurfti í fljótlegt lasagna og hér kemur uppskrift gærkvöldsins.

Lasagna
Fyrir 4.

Hakk hitað á pönnu og kryddað.
Grænmeti skorið niður og hent á pönnuna (ég var með sveppi, blómkál, eggaldin, papriku, lauk og tómata) Reyndar skar ég tómatana og eggaldin í sneiðar og raðaði á.
Tómatsósa í dós látið malla með á pönnunni (var með hunt´s lasagna sósu)
svo er lasagnaplötum raðað í eldfast mót og gumsið af pönnunni helt yfir lasagna plötur ofaná og svo koll af kolli þar til allt er búið af pönnunni.
Yfir stráði ég svo ost (átti einhvern pizzaost og mozzarella)
Lét í ofn og þar kokkaðist þetta í 20.mín.
Með þessu fékk ég mér heitt hvítlauksbrauð (sem var til í frysti) og hvítvínsglas til að róa taugarnar eftir daginn!!!
Þetta var s.s. fljótlegur og ódýr kvöldmatur þar sem ég þurfti bara að kaupa hakk :)

Jæja ætli ég láti þetta bara ekki gott heita í dag...allavega þennan morguninn hver veit hvað gerist eftir hádegi??!!
Kveðja
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home