sunnudagur, ágúst 01, 2004

Ég er kokkur á Kútter frá sandi...

Jahérna, ég er búin að horfa á auðann skjáinn í svona fimm mínútur...datt alveg út! (það gerist víst æði oft hjá mér). Reyna að hugsa hvað ég geti skrifað, hvernig ég geti byrjað, hvernig ég ætti að setja textann upp og ég veit ekki hvað og hvað. Held það sé lang best að byrja bara og sjá svo hvernig þetta allt fer.

Hvað haldiði bara?? Fór í bæinn í dag með Kalla, fórum í Kolaportið og svona, svo á leið okkar í gegnum Austurvöll labba ég bara svona eins og ég er vön að labba, ekkert óeðlilega og á móti mér kemur kona, þétt á velli og labbar á dekkið á kerrunni. Ég snarstoppa og bið hana fyrirgefningar og þegar ég er búin að seigja það við hana þá bara flýgur hún á hausinn og liggur á miðjum Austurvelli kylliflöt. Jeminn hvað mér brá...ég hjálpaði henni á fætur og baðst margfaldlega afsökunnar. Hún sagði að það væri í lagi með sig, tók afsökuninni og arkaði í burtu. Já það er sko vissara að passa sig á mér þegar ég er í bænum og það með kerru!!

Eldaði í kvöld dýrindis kjúkklingarétt fyrir mig og Ólaf. Já ég hef hugsað mér að deila með ykkur þessa vikuna kvöldmatnum mínum, þ.e.a.s. skrifa á hverjum degi hvað var í matinn og hvernig það var kokkað...hvernig lýst ykkur á það hjá mér??

Kjúkklingaréttur á sunnudagskveldi:
fyrir 2.
Tvær kjúkklingabringur, hitaðar á pönnu og kryddaðar að vild.
Frosið Findus grænmeti ( var með brokkolí, gulrætur, hrísgrjón og eitthvað fleira gómsætt sem ég kann ekki að nefna)
Kokosmjólk. Grænmetið og kókosmjólkin blönduð saman í skál og kryddað ef vill.
Svo var þessu bara hellt á pönnuna hjá kjúllanum og látið malla í u.þ.b. 20 mín.

Þetta var maturinn, svo er náttúrulega hægt að hafa alskyns meðlæti allt eftir smekk hvers og eins.
Jæja kallinn var að hringja og biðja mig að setja í vél...eins gott að hlýða því :) hahahaha...
Kveðja
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home