laugardagur, mars 01, 2003

Ég er lifandi!!!
Já einhver spurði mig á komment kerfinu hvort ég væri lifandi eða dauð (á ensku samt). Hér er svarið við því. Kannski er málið að ég bara hef aldrei verið meira lifandi. Það sýnir sig í því að ég hangi ekki í einhverju reiðuleysi fyrir framan tölvuna og læt umheiminn vita af mér. Ef ég væri dauð þá kæmi líklegast dánartilkynning í Moggann. Þeir sem skrifa daglega á þetta blogg, eiga þeir eitthvað annað líf? Er þetta blogg líf ekki bara eitthvað feik líf nú eða athyglissýki (ég er stundum með hana, þess vegna skrifa ég bara stundum). Pæliði í því, fólk þarf að skrifa daglega sumir oft á dag og eru alveg grautfúlir ef ekki er uppfært hjá öðrum jafn reglulega. Afhverju fer þetta fólk ekki í símann og hringir í sitt fólk eða kíkir í kaffi til vina og vandamanna? Ef það eru einhver persónuleg vandamál eða álíka hvar er þá gamla góða dagbókin?

Nóg um þetta blogg raus!! Þetta var nú bara útaf þessu kommenti sem einhver sem ekki einu sinni þorir að koma fram undir nafni sendir mér. ÉG FÍLA EKKI SVOLEIÐIS!!

Nú er ég fyrir Norðan hjá tengdó og fékk rétt að kíkja í tölvuna þannig að þetta verður ekki lengra að sinni enda er ég líka að fara að éta fonda mat einhvern!!

Halldóra lifandi kveður
CIAO

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home