Jahérna hér....
Hvað hef ég verið í langr pásu??? Nei ég veot það svo sem ekki heldur, en það virtist engin sakna skrifa minna þannig að það skiptir svo sem ekki máli.
Það er nú margt sem á daga mína hefur drifið og bara hreinlega ekki tími til að setjast við tölvuna og skrifa, enda er það ekki ég. Helst mundi ég bara vilja skrifa þeim sem frá mér vilja heyra bréf og senda það á gamla mátann með pósti og í umslagi. Svona er ég nú lummó!!!
Það var svaka árshátíð hjá skólanum mínum með öllu tilheyrandi. Jájá þetta var nú bara eins og á verstu sveitaböllum, það voru slagsmál, fólk var komið inná klósett með hinu kyninu harðgift fólk var daðrandi við mann og annan og svo mætti lengi telja. Það er dáldið skondið að vera svona edrú og fylgjast með þessu fulla fólki sem veit ekki hvað það heitir. En svona eru nú íslendingar þegar þeir fara út að skemmta sér og ég tala nú ekki um fari þeir makalausir, þá er bara eins og allir fríki út.... já við erum stundum dáldið óhefluð og ódönnuð, allavega þegar fólk er komið í glas og jafnvel glös!
Hvað um það... Þetta var fínasta árshátíð í alla staði, fínn matur og ágætis skemmtiatriði.
Þar sem sólin skín úti mér til mikillir ánægju hef ég ákveðið að skella mér í sund og kveðja tölvuna í bili.
Vonum (ykkar vegna) að pásan mín verði ekki jafn löng og síðast :)
Halldóra kveður að sinni.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home