Ég er komin með leið á þessu bloggi. Ekki kannski blogginu sjálfu en þessu útliti. Eru þið ekki sammála mér í því? Það mætti aðeins fara að flikka uppá þetta, gera þetta jafnvel eitthvað sumarlegra, þar sem sumarið er á næsta leiti.
Helgin hjá mér var eins og allar hinar, frekar róleg. Spilaði og spilaði við ömmu og afa á föstudagskvöldið, en nú eru þau komin til Kanarí. Á laugardag kom Guðlaug frænka í heimsókn. Hef ekki séð hana í aldir eða svo. Svo um kvöldið tók ég videó. Ásgeir fékk að ráða myndinni enda hefði ég örugglega valið einhverja dans og söngvamynd frá fyrri hluta síðustu aldar. Fólk hefur oft ekki sama videómyndasmekk og ég. Hvað um það, myndin sem varð fyrir valinu hét og heitir eflaust enn Monsters ball. Ágætis afþreying alveg hreint. La Bamba er nú samt betri sko!!!
Nú er ný vika að byrja og ekkert nema gott um það að segja. Er að fara í skólann eftir korter í smíðatíma. Það er nú svo gaman í smíðum að ég hefði ekki trúað því.
Jæja ég ætla ekki að vera of sein í skólann, það er ekki nógu sniðugt.
Njótið dagsins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home