laugardagur, janúar 04, 2003

Þá er maður í sveitasælunni fyrir Norðan. Er búin að vera hér meirihluta ársins!! Kem samt heim á morgun.
Það væsir s.s. ekki um mann hér hjá tengdó. Hugsað nánast fyrir mann ;) Maður gerir lítið annað en að borða, spila og horfa á sjónvarpið.

Það er búið að vera að spila af kappi spilið Ísland. Mæli hiklaust með því spili, svona blanda af Matador og trivial einnig actionary sem blandast skemmtilega við þetta. Já já ég hef þurft að syngja hér fyrir fólkið til að sleppa við að borga fúlgu fjár og annað í þeim dúr. Ég svitnaði nú smá við sönginn enda ekki syngjandi fyrir framan tengdó á hverjum degi.

Tryggingakallinn kom aldrei heim að skoða eins og hann lofaði. Við gáfum upp þrjú símanúmer svo hann gæti hringt ef hann kæmist ekki en neinei, það var ekkert látið mann vita og engin birtist á þeim tíma sem upp var gefinn. Þá var nú hringt og ......já skiptir ekki máli.

Ég vil láta ykkur vita kæru lesendur að nýtt blogg hefur fæðst hjá minni stóru systur, Lilju. Kíkið endilega þanngað.

Jæja ég læt þetta ekki vera mikið lengra að sinni. Enda ekkert meir að segja s.s. Ætla að fara að borða eða eitthvað álíka.
Halldóra kveður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home