Einhver sem ekki vildi láta nafn sitt getið sagði mér að liturinn væri of skær og auðvitað verð ég að ósk lesenda og bara breyti honum. Vonandi er þessi skárri. Endilega látið mig vita. Hann er aðeins mildari og því vonandi auðveldara að lesa. Samt sem áður þá hefur mér tekist einhvernvegin að rugla í þessari litasamsetningu og nú sjást tveir hlekkir hjá mér bláir. Ekki veit ég afhverju í fja..... það kemur þannig en það verður vonandi lagað síðar.
Annars er jólajóla allveg að ná hámarki og hef ég afrekað að kaupa allar gjafir nema þó eina! Þessir kallar eru alltaf jafn erfiðir :) Ég er búin að fara í jólaklippinguna og heppnaðist það vel, sem betur fer!!! Það var nú klippt slatti af því enda orðið frekar tjásað og ljótt svo var það strípað og gert líflegt. Það er alltaf gaman að vera ný klipptur.
Nú er föstudagskvöld og klukkan að slá tíu. Þá fara búðir að loka og afgreiðslufólk örugglega guðslifandi fegið. Ég er nú búin að kíkja í Kringluna og þessa helstu staði og verð ég allveg geðveik þar inni. Þvílíkur troðningur og raðir allstaðar svo fær maður bara hausverk, allavega í Kringlunni enda loftið þar ógó. Fer eilífa hringrás og því má segja að þetta er sama loft/ið/leysið frá því byggingin var opnuð!!!
Jæja Disney myndin er búin í sjónvarpinu og ég ætla að tékka hvað er næst..... Já það er Jón Ólafs...ég elska þá þætti :)
Bið að heilsa kærlega
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home