fimmtudagur, desember 05, 2002

Jahérna það er bara komin desember....
Tíminn flýgur hratt og allt það. Ég var í mínu fyrsta prófi í morgun og var það í LISTIR, MENNING OG MENNTUN.... Hljómar spennó ekki satt??? Reyndar var þetta allveg ágætis próf, slepp vonandi þar. Svo er bara næsta á þriðjudag og er það íslenska.... Ég er nú búin að smíða og skila öllum þeim hlutum sem betur fer.

Ég er nú líka farin að hlakka til jólanna pínku og er reyndar búin að kaupa flestar jólagjafir, þó er eitthvað smá eftir en það verður bar gaman að eiga það eftir þegar maður er komin í jólafrí því ég fer í síðasta prófið mitt 13 des :) Þá verður sko bakað, farið í búðir og fleira spennó.

Annars er ekkert meir að frétta héðan. Úti er allveg brjálað veður og ekki beint eins og við eigum að venjast í desember....úfff hvað ég hef ekkert að segja eða skrifa...

Bless í bili!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home