föstudagur, október 18, 2002

Ég hef ákveðið að halda áfram að hugleiða hér á blogginu, því undirtektirnar voru svo gríðarlegar frá lesendum.
Takk Kalli.

Hvernig litist ykkur nú á það að ég færi í politík? Er einhver sem býður sig fram með mér? Er stjórnleysa hér á landi eða ekki?
Sko.....ég er nú ekki mikill pólitíkus í mér finnst svo sannarlega vanta eitthvað uppbyggilegt hér, eitthvað jákvætt og eitthvað satt.

ÉG TEK ÞAÐ FRAM AÐ ALLT SEM BYRTIST HÉR ER SKRIFAÐ AF ANDA MÍNUM OG ENGIN ÁBYRGÐ TEKIN Á ÞEIM ORÐUM SEM MUNU FALLA.

Ísland úr NATO herinn burt hrópa margir, hinir eða sama liðið hrópar Ísland í ESB frelsið burt. Erum við ekki að glata frelsi okkar með því að vilja vera í þessu sambandi?? Afhverju getum við aldrei verið bara við sjálf, Íslendingar, stolt af því? Er þetta einhver minnimáttarkennd? Verðum að vera hluti af stóru batteríi stjórnað af öðrum löndum? Hvað ætli hann Jón Sigurðson segi nú ef við bara nánast gefum frá okkur sjálfstæðið? Hann og hans fólk sem lagði sig allt fram í að gera Ísland að sjálfstæðu ríki og það var sko ekki auðveld vinna. Það vantar samstöðu í landsmenn hvar er baráttan? Við sem getum staðið saman ef safna á peningum fyrir einhverja, en ef frelsi er í húfi er annað uppi á teningnum.

Hver kýs stríð? Allveg örugglega engin. Ég geri það a.m.k. ekki þar sem ég er mannvinur. Afhverju eigum við að fara að herma eftir USA og því liði og flykkjast í stríð? Eigum við þá ekki að fara að senda syni landsins í her, jahh bara hafa herskyldu fyrir drengi 17 ára og eldri? Sendum börnin í opinn dauðann. Það gæti verið ágætis slagorð fyrir stríðsþyrsta menn. NEI segi ég við stríði og öðrum bommbum. Einbeitum okkur að vandamálum landsins, það er víst nóg af þeim. Áður en við förum að reyna að leysa deilu milli trúarbragða í sitthvorri heimsálfuni. Ísland fyrir fólk með gott hjartalag.

Þar sem klukkan nálgast nýjum degi er best að fara að sofa og vakna með bros á vör í fyrramálið, eða um nón bil, það er nú einu sinni frídagur á morgun.
Ykkur sem sitjið sem fastast við tölvuskjáinn og veltið fyrir ykkur þessum hugleiðingum mínum segi ég: Vaknið til lífsins.

Halldóra kveður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home