föstudagur, október 04, 2002

Góða kvöldið, jahh eða góðan daginn eftir því hvenær þið eruð að lesa þetta.

Nú er föstudagskvöld og hér er ég...sit fyrir framan tölvuna og reyni að segja ykkur eitthvað skemmtó.
Ég ætla að byrja á því að þakka honum Bubba sem byggir kærlega fyrir kveðjuna í gestabókina, alltaf gaman að heyra frá skemmtilegu fólki :)

Í dag var ég í skólanum í smíðum nema hvað og er byrjuð að smíða þennan líka svaka kuta s.s. hníf.

Ég gerði dáldið í dag sem ég geri ekki á hverjum degi. Viljið þið vita hvað það er??? Ég fór í Smáralind, kíkti í Hagkaup að versla í matinn og fjárfesti í tveimur geisladiskum!!! Það er nú dáldið langt síðan ég hef keypt mér svoleiðis, enda er þetta orðið svo ógó dýrt, en ég gerði kjarakaup og fékk tvo þrusu diska. Sá fyrri er Queen, A night at the opera, ég keypti hann aðallega útaf einu lagi sem er Love of my life. Það er svo fallegt að ég gæti grátið, svona án gríns þá fæ ég gæsahúð við að hlusta á þetta lag. Hinn diskurinn er klassi sko, einhver safndiskur með konginum sjálfum Elvis, það eru mörg góð gömul lög sem hægt er að tjútta vel við taka eina feita dífu.

Fyrir aftan mig er sjónvarpið á fullu blasti og í því er djúpa laugin, jahh eða grunna laugin sem stendur nú betur undir nafni. Eitt sinn var ég nú beðin að taka þátt í þessari vitleysu og var svo sem næstum búin að slá til. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég fór ekki, sumir kvöttu mig til að fara á meðan aðrir sögðu þetta allveg glatað, ég hlustaði á þessa sem sögðu að þetta væri allveg glatað!!! Núna veit ég að þetta er allveg glatað, ég held ég gæti allveg náð mér í gæja án þess að þurfa að auglýsa mig í sjónvarpinu, nú og svo er, ég fór bara á djammið eins og sönnum Íslendingi sæmir, drakk mig blinfulla, hitti strák sem mér leyst vel á (kvöldið sem ég hitti hann tók ég reyndar lítið eftir útlitinu þannig séð, sá bara rosa flott föt) nú og núna einu og hálfu ári seinna búum við saman og ekkert lát á þeirri hamingju....

Domani eða á morgun er ég á leið norður á Ólafsfjörð, bara svona í létta afslöppunarferð, hitta tengdó og fleira fólk, það er bara fjör í því. Svo verður maður nú að reyna að læra eitthvað þar, núna hrúgast verkefnin í skólanum og það eru auðvitað nánast öll HÓPAVERKEFNI, god, hvað maður er komin með nóg af hópverkefnum, en svona er lífið og það er bara skemmtilegt.

Jæja klukkan er orðin 11 að nóttu til og ég er farin að sofa, jáájá ég er orðin gömul....

Bless kæru lesendur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home