fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Góða kvöldið!
Í dag er fimmtudagur og ég á bara eftir að vinna á morgun. Guði sé lof!!! Ég er nú allveg komin með nóg og er þessi vika búin að vera SVO lengi að líða, ég held það sé alltaf þannig þegar maður er að fara í frí. Á morgun er ég á leið í sumarbústað og það verður fínt. Á laugardag verða tengdaforeldrar mínir tilvonandi kannski í mat og einnig mamma. En pabbi er alltaf úti í Afríku. Ég fór í Europris í dag að versla inn og var það allveg fínt. Miklu betra að versla þar en í Bónus sem ég er ekki að fíla.

Jæja best að fara að taka sig til því nú er ferðinni heitið á kaffihús, eða er hægt að kalla Vegamót kaffihús?? Mér finnst það ekki, þetta er meira svona bar, jahh eða Bistro-bar eins og var í tísku hér í denn. Þar munu bíða mín nokkrar bekkjarsystur, eða ég bíða þeirra.

Halldóra kveður!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home