Þá er maður mættur í vinnuna á þessum drottins dýrðar miðvikudegi. Ég á aðeins eftir að vinna á morgun og hinn :) þvílíkur lúxus. Á föstudaginn mun ég svo halda á brott úr borginni og fara í sveitasæluna í Borgarfirði, þar mun ég dvelja í viku ásamt mínum heittelskaða.
Úfff.... það er bara vika í blessuð prófin og er ég EKKI að nenna því að fara að læra, maður er nú samt aðeins byrjaður að kíkja í bækur en ekkert að ráði.
Á mánudaginn fór ég í bíó á myndina The sweetest thing. Ekta stelpu-mynd enda skemmtum við okkur. Ég fór með minni æskuvinkonu Kristrúnu.
Þar sem ég er í vinnunni og fólkið fer að mæta (ég er alltaf mætt svo snemma) þá er þetta svona MJÖG grófir drættir af síðustu dögum, skrifa betur heima, vonandi, því ég veit hvað ég er löt að þessu, en kannski að það verði bót á því.
Lifið heil og hafið það sem allra best.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home