Dúdda-mía.
Klukkan er átta árdegis og maður er byrjður að blogga!!! Það gerist nú ekki oft. Þannig er mál með vexti að ég er í skólanum og skutlaði fyrst Ásgeiri því hann á að mæta klukan átta en minn tími byrjar ekki fyrr en hálf níu, þannig að hér sit ég....
helgin hjá mér var fín, sem endra nær, fór í afmæli til systra minna á laugardaginn, þar var margt gómsætt á boðstólnum eins og brauð, pesto, rauðvín, bjór, nachos og margt fleira, dáldið svona suðræn sveifla í þeim systrum sem leggst vel í mig :)
Nú svo á sunnudeginum þá var ég bara prjónandi allan daginn, ekkert smá dugleg, enda er peysan að verða tilbúin, jeiiii....
Jæja skrifa smá meira á eftir... see you then
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home