þriðjudagur, október 01, 2002

Hæhó allir saman sem lesa þetta blessaða blogg mitt.
Það er að segja þið tvö sem kannski skoðið :)

Núna er ég í skólanum sem oft áður, fínt að vera byrjaður í skólanum þá kannski verður maður duglegri að blogga. Ég meina það er miklu skemmtilegra að gera það en að fylgjast með boring fyrirlestrum!!! Vonandi að engin kennari lesi þetta og felli mig, það yrði nú ekki gott.

Allavega, núna er ég í smíðum og er að bíða eftir að límið á bátnum sem ég er að smíða þorni. Ég er að gera svona leikfangabát sem ég get svo tekið með mér í bað, það er svo gaman að hafa eitthvað með sér í baðið, þó maður fari nú sjaldan í bað, ekki það að ég sé ekki þrifin, heldur er sturtan meira notuð á mínu heimili....

Um helgina stendur til að skreppa norður á Ólafsfjörð að heimsækja tengdó, við ætlum að skreppa á laugardag eftir skóla hjá Ásgeiri og koma heim á mánudag, því það er frí hjá mér á mánudag og Ásgeir mætir aldrei fyrr en eftir hádegi :)

Allavega límið er örugglega þornað, ég er allavega upp þornuð með umræðufeni....eða skriftar efni
Heyri í ykkur síðar.

Halldóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home