sunnudagur, október 06, 2002

Góðan daginn.
Byrja ég allar mínar kveðjur eins??? Úfff ég er eitthvað svo hugmyndasnauð, hvað veldur því?? En hvað um það....

Núna er sunnudagsmorgun og ég er stödd á Ólafsfirði, Ásgeir er að læra og ég hangi í tölvunni :) Ég lofaði að vera duglegri í að blogga og ég er bara að reyna að standa við þau loforð mín. Finnst ykkur það ekki gott hjá mér? Það er fínt veður hér, skýjað en þó hlýtt, ég er meira að segja að spá í að skella mér í sund hér, taka einn góðann sprett, því ég er nú alltaf svo dugleg að synda þegar ég fer í sund. Ég er bara soddan krakki og vil helst vera að svamla í einhverri grunnri barnalaug eða fara í rennibrautir sem eru æði. Besta rennibrautin er í Grafarvogssundlaug, mæli með henni....

Síðan mín er orðin frekar dauf, finnst ykkur það ekki? Það vantar myndir, einhverja liti og skemmtileg heit, jafnvel einhver próf sem ég hef ekki tekið lengi.

Æjj ég er búin að vera að hanga hér í tölvunni og ætla að hætta því, fer að lesa Moggann eða einhver önnur uppbyggileg blöð.

Sjáumst síðar
CIAO

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home