miðvikudagur, október 16, 2002



Jæja dúllur.....
TAKA TVÖ.... ég var búin að skrifa þennan líka langa og flotta texta (jú í alvöru) en svo bara BOMMMMMM allt horfið, það pirrar mig dáldið én ég má ekki láta það bitna á ykku kæru lesendur. Þ.e.a.s. ykkur fjórum sem kíkið á síðuna. Já nýjustu tölur sýna að það voru fjórir búnir að kíkja í dag. Mér finnst það nú 1/2 svona lélegt, finnst ykkur það ekki? Ég ætti kannski bara að leggja þessa iðn mína niður? Hvað finnst ykkur? Tjáið ykkur í gestabókina um það.

Í dag er miðvikudagur sem þýðir aðeins eitt.....ÉG ER AÐ SPRINGA, var í matreiðslu og það er allveg ótrúlegt hvað maður er alltaf hreint að elda mikið. Í dag var þema hjá okkur og var þemað Grikkland. Við elduðum kjúkling, kartöfluböku með spínati og fetaosti sem var rosalega góð, svo var einhver annar kjötréttur, sveppir í einhverju gúmmilaði, nú svo auðvitað grískt salat og grískar smákökur og brauð. Ég er örugglega að gleyma einhverju, en vá hvað þetta var gott og hvað ég er södd maður lifandi sko.

Í gær brá ég betri fætinum undir mig og skrapp á tískusýningu hjá Tinnu. Þar voru margar fallegar flíkur, allt hreint prjónað eða heklað, allveg ótúlegt hvað sumir eru myndarlegir í höndunum. Svo ykkur að segja sem vissuð að ég var að prjóna, þá er peysan tilbúin, hún er fín í þennan fimbul-kulda sem geysar úti.

Ég var að kveikja á sjónvarpinu og þar var myndband með Christinu Aqulera. Hún var að busla í einhverri vaðlaug í s_í_ síðu pilsi og skinnpjötlu um geirurnar. Brruuu hugsa ég nú bara, en hvað er málið? Ætli þessar gellur syngi einhvað ver í buxum og bol? Eða er þetta bara "púra" athyglisýki? Það er ekki furða þó krakkar í dag séu að verða eitthvað brenglaðir og fimm ára stelpur farnar að fara í megrun. Fyrirmyndirnar eru svona og auðvitað vilja krakkarnir líkjast þeim. Svo er það Eminem sem rappar um að drepa og dópa. Ég var að rölta í gær úr skólanum og sá þá um 12 ára púka reykja fyrir utan Hlemm, "geðveikir töffarar". Hvar eru foreldrar þessara barna? Er þetta lið orðið sjálf ala eða hefur það alltaf verið það, er engin agi í þessu þjóðfélagi?
Þar sem ég er nú í Kennó þá hefur mikið verið rætt um aga og virðast allir vera sammála að það vanti aga, en samt má ekkert gera!! Foreldrar verða allveg brjálaðir ef kennarinn svo mikið sem andar á krakkana þeirra. Hvað yrði þá sagt ef ég mætti með prikið í tíma?? Úfff ég yrði nú fljótt rekin, þó svo að ég myndi kannski ekki brúka það. NEI segi ég, það stórlega þarf að gera eitthvað og það er bara eins gott að fara að byrja, því heimur versnandi fer og við verðum nú að reyna að sporna við þeirri þróun.

Hummm látum okkur sjá... hvað var ég nú aftur búin að skrifa meira áðan þegar allt datt út?? Man það hreinlega ekki...

Þannig að ég er að spá í að fara bara að borða, jájá þó svo að það hafi verið rosa hlaðborð í hádeginu þá get ég alltaf á mig blómum bætt.
En í alvöru talað, eru tilbúin að ég hætti að skrifa hér?? Ég sem er að spá í að fara að hafa pistlana mína meira uppbyggjandi og þenkjandi. Það er að segja, eitthvað svona sem ég er að pæla í. Mig vantar samt svona þar sem aðrir geta tjáð sig, einhverskonar "shout out" eins og það kallast.

Jæja Halldóra kveður.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home