sunnudagur, október 13, 2002

Í hvernig heimi lifum við?
Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér í dag. Fólk er drepið í tugatali, aðrir deyja úr hungri svo hafa aðrir allt það sem hugurinn girnist. Auðvitað er svo fólk sem lifir einhverju þarna á milli. En er þetta sanngjarnt? Mér líður allavega ekkert vel útaf því, það er eitthvað að angra mig í hjartanu. Sjáiði hvað gerist á Bali, það voru eintómir ferðamenn drepnir. Ég er farin að halda að við förum að svífa inn í nýja tíma; tíma óöryggis, minnkandi traust gagnvart náunganum og heft frelsis. Auðvitað vona ég ekki en mér bara líður þannig núna......

Yfir í aðra sálma, vonandi léttari......Ég var að hlusta á fréttirnar og þar er einhver kona sem er að kæra ráðningu sem einhver kall fékk á Keflavíkurflugvelli. Ég er nú kona, en þurfa þær alltaf að vera að kæra og rífa sig þó þær séu ekki ráðnar, ég fer að vorkenna greyið köllunum!!!! Þau voru jafnhæf með svipaða menntun og kallinn var ráðinn og konan bara allveg brjáluð. Þetta fer að pirra mig, sættu þig við að vera ekki ráðin og farðu að hugsa um eitthvað annað. C´est la vie.



Take the Purrsonality Quiz!

Jæja hér kom svo eitt próf að lokum.
Ég kveð ykkur nú kæru lesendur, elskið hvort annað.
Halldóra


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home