þriðjudagur, október 22, 2002

Sælt verið fólkið!

Úfff hvað er búið að vera mikið að gera að undanförnu. Þetta gerist alltaf allt í einu, öll verkefni, skyndipróf og annað. Það er allveg óþolandi.

Það er þess vegna ekkert að frétta, nema þið viljið fá að vita meira um þessi verkefni, fræðast aðeins um Rossini og óperuna hans rakarann frá Sevilla, nú eða kennsluverkefnið sem ég er að gera hvernig ég geti kennt krökkum góðan og skýran framburð. Ekki veitir s.s. af að kenna þessu liði dáldið um það!! Nú svo er það siðfræði verkefnið um siðavandamál í skólum!! Svona gæti ég haldið endalaust áfram........ En af virðingu við ykkur þá læt ég það ógert :)

Ég ætla s.s. núna að hraða mér að læra, vildi bara láta ykkur vita að ég er lifandi þó annað virðist vera!

Lærdómshesturinn ógurlegi Kveður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home