miðvikudagur, desember 18, 2002

Þá eru aðeins 6 dagar til jóla.
Allir á fullu í jólaundirbúningi er það ekki? Ég er allavega komin í jólafrí og ætla að njóta þess svo. Ég er búin að vera að taka til og reyna að baka og þetta er allt að koma bara held ég. Meira að segja búin að kaupa flestar jólagjafir :)

Annars er ég s.s. ekket komin í neitt svaka jólaskap, mér finnst vanta snjóinn. Allavega smá hvíta jörð, ég er ekki að biðja um mikið.

Í gær var jólaball hjá KHÍ. Það var haldið á Hverfisbarnum. Þetta var nú meira svona kaffihúsastemming sem breyttist í sportkaffistemmingu eftir því sem liðið sturtaði fleiri bjórum í sig!!! Það var ekkert jólatré eða neitt þarna, nokkrar helíum blöðrur sem liðið var að gleypa.....
Áður en haldið var á jólaballið fórum við nokkrar hressar að borða. Ég, Guðrún Erna, Elfa og Arnbjörg Auðvitað var farið á Ítalíu og bregst maturinn þar aldrei.

Jæja held ég hafi bara ekkert meira að segja ykkur gott fólk. Skrifa nú örugglega fyrir jóla þannig að örvæntið ekki....

Jólabarnið Halldóra kveður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home