þriðjudagur, desember 31, 2002

Gleðileg jól allir saman.
Vonandi að allir hafi haft það gott og séu sáttir og ánægðir. Ég er það að minnsta kosti. Þetta er búið að vera allveg hreint ljómandi. Aðfangadagur var hefðbundinn, rjúpa litla var borðuð með öllu tilheyrandi og svo voru pakkar opnaðir :) Við vorum 13 stk hér heima og því svakalegt fjör, púkarnir allveg að fríka út í öllu pakkaflóðinu. Ég fékk allveg helling af pökkum og komu þeir sér allir mjög vel.
Svo voru það jólaboðin sem tóku við og var nú ekki etið minna í þeim...maður hefur allavega ekki minnkað þessi jólin, enda fer ég nú ekki minnkandi þessa dagana þannig að það er svo sem ekkert að marka það!!!

Þann 26.des fór ég í leikhús á jólafrumsýningu Þjóðleikhússins. Með fullri reisn. Þeir stóðu sig bara vel krakkarnir og mæli ég allveg með þessari sýningu ef fólk vill fara í leikhús.
Þarna var allt þotuliðið mætt að sýna sig, forseti vor og hans heitkona nú svo flest allir leikarar landsins og fleira áberandi fólk nú og auðvitað ég og mín familía. Við erum ekkert minna fólk þó svo við komum ekki í séð og heyrt daglega...er það nokkuð?? Nei það held ég nú ekki nema síður sé.

Nú svo í gær 30 desember átti ég afmæli :) TAKK TAKK...... ég hélt nú enga veislu í gær en þann 29 des bauð ég fjölskyldunni í smá mat, bara svona léttar veitingar. Þeim þakka ég fyrir fallegar gjafir. Nú og svo mínum heitt elskaða fyrir plötuspilarann. Nú er ég bara að hlusta á gamlar og góðar plötur sem til eru í safninu og mikið er það gaman. Já ég veit að ég er dáldið á eftir minni samtíð, ég held ég hafi staðnað í fyrra lífi, ég er gömul sál í nýjum líkama!!!!

Í dag er svo síðasti dagur ársins. Þetta er nú bara búið að vera fínt ár hjá mér svona í fljótu bragði séð. Mér reyndar leiðist oft gamlárskvöld, ég veit ekki hvað það er.... það er samt engin eftirsjá eftir þessu ári ég bara hlakka til næsta árs en það er samt alltaf eitthvað við þennan dag sem er skrítið. Æjjjj þýðir lítið að pæla í því s.s. Í kvöld verðu hér risa kalkúnn á borðum með öllu sem honum tilheyrir. Svo verður nú auðvitað horft á skaupið í kvöld og vona maður að það nái að kitla hláturtaugarnar...
Hvað finnst ykkur vera besta skaupið frá upphafi þess?? Endilega látið mig vita, gaman væri að vita það.

Eitthvað verður skotið upp af flugeldum en þó minna en áætlað var, því einhver AUMINGI braust inn í bílinn okkar aðfaranótt 29.des (góð afmælisgjöf það) og braut rúðu og rændi öllu sem í bílnum var. Ekki borga tryggingarnar þetta frekar en annað tjón sem fólk lendir í. Bara að setja nýja rúðu í bílinn er AÐEINS 18.þúsund kr. nú svo var bíllinn allur í glerbrotum og litlum flísum því rúðan splundraðist. Hreinsun á bíl er ekki ókeypis en við ryksuguðum hann sjálf og þrifum en enn eru flísar hér og þar. Nú svo útvarpið eða réttara sagt nýji geislaspilarinn sem kostar 22 þúsund rifinn úr, fleiri fleiri geisladiskar, hleðslutæki, veskið mitt (það var þó ekkert verðmætt í því, þó tilfinningar manns séu verðmætar og minningar og myndir) allt tekið. Svo segja tryggingarnar bara sorry....kalla svo og eftir manni út....,,Ertu búin að tryggja nýja geislaspilarann HAHAHAHAHA" hlægja upp í opið geðið á manni, þetta eru ekki fagleg vinnubrög og hana nú. En þetta mál er ekki búið því þann 3 jan ætlar einhver tryggingakall að koma heim og kanna aðstæður útaf fjölskyldutryggingunni. Þeir hafa samt komið áður og skoðað þegar þeir samþykktu tryggingarnar.... Úfff en svona er bara lífið og það þýðir lítið að sitja hér og sýta súra mjólk.

Þið nennið örugglega ekki að lesa mikið meira, hef held ég aldrei skrifað jafn mikið....

Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og gangið hægt um gleðinnar dyr.
Hittumst hress á nýju ári.
Halldóra kveður í síðasta sinn á árinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home