föstudagur, janúar 10, 2003

JAHÉRNA...... Var búin að skrifa hérna svaka rommsu (í alvöru ég var búin að því) en neinei þessar tölvur þær láta ekki segjast.

TAKA 2:
FÖSTUDAGUR...Ég er rosalega ánægð að það sé komin helgi og þar af leiðandi helgarfrí, þrátt fyrir að skólinn sé varla byrjaður. Var í skólaheimsókn í morgun og ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé á réttri hillu í Kennó. Mér finnst þetta reyndar rosalega skemmtilegt nám og allt það en kennslu er ég ekki eins viss með. Ég hef allavega séð að yngri börnin eru ekki mín deild. Þetta eru yndislegir krakkar og allt það en mér finnst þetta dáldið mikið leikskóladæmi. Mið- og eldra stigið væri þá frekar ég. Allavega ef það er einhver þarna úti að lesa þetta þá megið þið endilega láta mig vita hvað uppeldismenntuð stúlka getur gert að loknu námi annað en að fara út í kennslu.

Hvað um það....í dag er föstudagur og klukkan er að slá sex, það þýðir að senn fer að líða að matartíma. Reyndar er hann Ásgeir byrjaður uppi í eldhúsi að kokka eitthvað. Held það sé taccos í matinn, eitthvað úr brauðbók Hagkaupa, sem ég fékk í afmælisgjöf. Svo erum við að fara í heimsókn til Ægis og hans heittelskuðu í kvöld. Ægir er vinur Ásgeir bara svona svo þið vitið það. Þau voru að byrja að leigja íbúð í breiðholtinu.

Hvað haldið þið að ég sé byrjuð að gera í annað skiptið síðan ég byrjaði að blogga??? Nei þið eruð ekki allveg viss.....ég er byrjuð að prjóna!! Síðast prjónaði ég peysu en núna er annað á prjónunum og dáldið minna stykki, eða barnagalli. Já þetta er allveg hreint ótrúlegur dugnaður í manni.

Enn bætis í hóp góðra bloggara í fjölskyldunni og nú var það Sigga systir sem er sest við tölvuna og farin að pikka. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

Jæja þá hljómar síðasta lagið á plötunni sem er undir nálinni, það er platan Rubber soul með engum öðrum en Bítlunum (nema hvað)!! Því læt ég einnig síðustu orð mín falla hér í dag.
Fylgið hjartanu og verið trú ykkur sjálfum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home