fimmtudagur, janúar 09, 2003

Hér sé Guð!
Þannig hljóðaði eitt sinn rafpóstur sem ég fékk sendann, en hér sé bara ég....

Sinnuleysi er eitt af því sem fólk hefur verið að kvarta við mig. Ég veit að ég er rosa löt að skrifa þessa dagana en hér kemur allavega eitthvað smá.

Ég er byrjuð í skólanum eða réttarasagt er ég í skólaheimsókn. Skólinn sem ég er í heimsókn í er Klébergsskóli og þar verð ég að kenna svo í mars. Þeir sem ekki vita hvar þessi skóli er þá er hann lengs úti í ra.......... nánar tiltekið uppi á Kjalanesi, það tilheyrir nú Reykjavík þannig að þetta er s.s. bara úthverfi þó maður sé komin lang leiðinna út á land. Miklar framkvæmdir eru við skólann þannig að þar er allt á öðrum endanum, það eru samt dáldið öðruvísi áherslur í þessum skóla heldur en öðrum sem ég hef kynnst. Mikið talað um samvinnu milli allra, ekki bara kennara. Svo eru allskonar skemmtilegar hugmyndir sem ég kem nánar inná síðar (þarf að rifja þær upp)!!
Ég er samt allveg búin þegar ég kem heim á daginn. Legst beint upp í rúm og sofna, þvílíkur aumingjaskapur. Rétt slefa að borða kvöldmat og er svo sofnuð aftur.
Svo er ég alltaf að þykjast vera í aðhaldi en hakka í mig allskyns óhollustu, nenni ekki að hreyfa mig og er bara LÖT.

Ég ætla að hætta þessu í bili það er matur.
Verð ekki lengi í burtu að þessu sinni lofa því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home