Þá er kominn miðvikudagur og tími til kominn að blogga.
Málið er bara að það er ekkert að segja. Á morgun byrjar skólinn fyrir alvöru og ég er hreinlega farin að hlakka til, nenni ekkert að vera í einhverjum skólaheimsóknum. Ég er búin að vera að rembast við að prenta út stundatöfluna mína en það bara gengur ekkert. Ég er greinilega algjört tölvunörd ekki nema þessi prentari sé eitthvað lásí. Klukkan er að verða tólf á hádegi og ég er ekki enn búin að klæða mig!!! Hvaða djö... leti er í gangi, hangi bara fyrir framan tölvuna sem gerir mann ekkert nema meira andlausann. Held ég ætti bara að fara og fá mér smá kaffisopa áður en ég byrja að pirra mig ennþá meira hér á þessu blessaða bloggi.
Dóra Blogg kveður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home