sunnudagur, janúar 12, 2003

Þá er helginni senn að ljúka. Þetta er allveg svakalega fljótt að líða.

Á föstudaginn þá var ekki farið til Ægis eins og ætlunin var því hann þurfti að gera eitthvað... Allavega, þannig að ég og Ásgeir skelltum okkur bara í sund, það var reyndar ekkert synt heldur var bara verið í leti í pottunum. Mmmmmm það var svo gott, mæli allveg með því að fólk skelli sér í sund og hvíli sig í pottunum. Að sundi loknu var farið í bíó. Ég hef nú ekki leyft mér þann munað í lengri tíma enda er ekkert smá dýrt í bíó. Hvað þá á íslenska mynd eins og varð fyrir valinu að þessu sinni. Við sáum myndina Stella í framboði. Hún var nú bara nokkuð góð og fær hún fleiri en eina stjörnu eins og gagnrýnendur hafa gefið henni. Mér fannst nokkrir leikarar mjög fínir í hlutverkum sínum eins og t.d. Laddi, ég er nú ekki mikið Ladda-fan, en hann var fínn í myndinni. Ef fólk vill fara að sjá þessa mynd þá mæli ég allveg með henni, ágætis afþreying. Hún skilur s.s. ekkert mikið eftir sig, en engu að síður fín mynd.

Á laugardeginum, s.s. í gær, hummmm hvað gerði ég þá.....já allveg rétt svaf held ég til hádegis fór með múttu í búðir kom heim bloggaði aðeins og svo var matarboð hér í gærkvöldi. Bróðir pabba kom og hans familía svo og Gummi Geir frændi. Það var grillað úti bara eins og um hásumar og ekkert smá góður matur mmmmmmm :)
Að loknum mat og helling af ís þá var farið að spila. Við spiluðum Ísland, nýja spurningaspilið. Það var rosa fínt, urðum að hætta áður en spilið kláraðist því vorum búin að spila og spila og engin að verða gjaldþrota, nema Gummi Geir sem var gjaldþrota og lét sig þá hverfa!!!

Svo í dag sunnudag þá svaf ég fram á hádegi og fór svo út í göngutúr með Ásgeiri. Löbbuðum út að flugbrautarenda og til baka. Þegar heim var svo komið ákvað ég að baka skinkuhorn og Ásgeir gerði heitt súkkulaði, þar fór víst göngutúrinn fyrir lítið!!!
Núna bíð ég bara eftir matnum sem er verið að útbúa, það er Ásgeir sem á heiðurinn að matnum í kvöld, já hann á klapp skilið fyrir dugnað þessi elska.

Jahérna.....fréttirnar eru hér á fullu blasti fyrir aftan mig og einn Gibb bróðirinn er dáinn, hann Maurice. Blessuð sé minnig hans. Þeir voru nú góðir Bee Gees.

Jæja þá ætla ég að ljúka þessu bloggi mínu í dag
Hafið það sem allra best.
Halldóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home