föstudagur, janúar 24, 2003

Júhúúúú...föstudagur :)

Klukkan er að ganga fjögur og ég er enn í skólanum. Það er íslenska núna en ég var í silfursmíði og það var bara svo gaman að ég gleymdi mér ásmat öllum hinum, þannig að fáir verða örugglega á þessum fyrirlestri. Það er nú s.s. í lagi ekkert merkó sem verið er að blaðra um!

Í dag er bóndadagur sem merkir að þorrinn sé að ganga í garð. Eru ekki allir búnir að gera eitthvað fallegt fyrir kallinn í dag? Ég er bara fátæk skólastelpa þannig að kannski að ég drífi mig bara heim og baki eins og eina skúffuköku, ég veit að hún svíkur ekki bóndan kakan sú.

Í gærkveldi horfði ég á lokasprettinn af íslensku tónlistarverðlaununum. Ég verð nú pínku að viðurkenna að ég þekkti ekki helminginn af þessu liði og hvað þá fullt af því sem vann. Ég var nú ekki alltaf sátt, en kannski að minn tónlistasmekkur sé bara skrítinn. Kynnarnir voru þó að mínu skapi. Gott hjá þeim, þau stóðu sig með príði.

Í gær horfði ég nú líka á strákana okkar í handbolta. Djö... var þetta nú flott hjá þeim, ég var samt alveg að deyja úr spenningi, æsist stundum svoldið þegar ég er að horfa á handbolta. Ég hélt bara að ég myndi missa vatnið eða eitthvað ég get svo svarið það!!!!

Jæja ég ætla að fara að drífa mig heim. Það er þorramatur í kvöld og best að fara að kaupa hákarl og harðfisk.

Góða helgi allir saman.
Halldóra H

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home