Finnst ykkur lífið ekki dásamlegt?
Mér finnst það og mér finnst þetta þráðlausa net allgjör snilld :) Núna er ég t.d. í skólanum í SVO LEIÐINLEGUM fyrirlestri. Kallin talar allveg svona (lesið mjög flatt með engum hljóðbrigðum). Hvernig getur íslensku kennari talað svona? Ég hélt þeir vissu betur, en neinei það er greinilega ekki svo. Nú er verið að tala um myndun málhljóða, dúdda mía það sem er laggt á mann.
Annars er ekkert að frétta og ekkert að gerst. Amma og afi eru komin úr Víkinni. Þau eru að fara á Kanarí á laugardaginn. Ég væri nú allveg til í að skreppa þangað í svona viku eða tvær. Tók einn Kana með þeim í gær, ég og Ásgeir. Keppnin var aðallega milli afa og Geira (eins og afi kallar hann). Amma greyið skít tapaði og ég var nú ekkert að standa mig heldur. En það er svo gaman að spila við þau og sérstaklega ef maður lendir með afa :)
Í dag munu kjallararotturnar fjárfesta í prentara, ekki vanþörf á þar sem við erum alltaf að prennta eitthvað skólatengt. Nú svo erum við einnig alltaf að leita af bíl. Það er s.s. nóg til að bílum en það virðast vera færri sem eru að leita sér af bílum. Þannig að ef ykkur vantar góðan og flottann bíl þá bara hafið samband.
Hólí mólí klukkan er bara rétt að verða hálf fjögur og það er enn rúmlega klukkutími eftir af þessum fyrirlestri. Stelpurnar eru sofnaðar við hliðina á mér og ég hef ekkert meira að segja.
Ég ætla aðeins að fara að fylgjast með hér (eða vafra aðeins á netinu).
Góða skemmtun
Halldóra H
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home