Mánudagur til mæðu enn einu sinni.
Dagur byrjaði frekar snemma, vaknaði rétt fyrir 7 skutlaði Ásgeiri í vinnu og dröslaðist heim til að klára að klæða mig. Svo var bara drifið sig í skólaheimsókn upp á Kjalarnes.
Það var ágætt þar í morgun, en þvílíkur kuldi maður lifandi.....Brrrrrrrrrrrr......... Svo um hádegið þá var bara drifið sig í skólann enda átti ég að mæta í fyrirlestur klukkan 13:00. Boring fyrirlestur um fómel, nei bíddu hét það það???? Man það ekki en það var eitthvað í íslensku. Allveg ætlaði það að drepa mann. Svo var farið í bekkjartíma klukkan 15-17 og strax klukkan fimm var foreldrafræðslan.
Þar var verið að tala um fæðinguna sjálfa........ég held ég sé hætt við þetta hljómaði stundum frekar skerí en maður er fæddur í þetta hlutverk að fæða börn og þess háttar. Ég hlít að geta þetta víst allir í kringum mann eru sprell-lifandi og við hesta heilsu.!!! Svo var farið í slökun í lokinn og tásunudd, mmmmmmmm það var sko þægjó, eftir svona langan dag er nauðsynlegt að fá gott nudd, finnst ykkur það ekki???
Núna er klukkan hálf níu og fiskibollurnar eru farnar að síast í gegnum meltinguna og þreytan er verulega farin að koma fram í mínum stóru bláu, OK blá-gráu augum. Því er ég að spá í að hlamma mér niðri í kjallara, koma mér vel þar fyrir og heimta framhald af þessu nuddi :)
Bið að heilsa öllum að sinni og endilega verið nú dugleg að setja einhver komment hjá mér, það er svo gaman því þá sér maður að það er einhver sem les þetta. Annars er þetta bara ekkert spes ;(
Takið það rólega og njótið vikunnar sem rétt er að byrja.
Halldóra segir bless.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home